fbpx
Mánudagur 29.maí 2023
Fréttir

Gagnrýna Edduna harðlega: „Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki aðeins óboðleg heldur rýra þau trúverðugleika“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. mars 2023 21:57

Mynd/Birta Media

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wift, Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi, lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem virðist vera alger skortur á jafnréttissjónarmiðum þegar kemur að því að stilla upp í valnefndir Eddunnar. Kemur þetta fram í opnu bréfi til stjórnar ÍKSA, Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, og fagráðs Eddunnar í kjölfar þess að mönnun valnefnda Eddunnar var gerð opinber í dag.

„Hvernig stendur á því að árið 2023, að undangenginni mikilli vinnu við það að jafna hlut kynja í kvikmyndagerð, sé staðan þessi? Nú er ljóst að jafnrétti kynjanna var á engan hátt haft að leiðarljósi þegar skipað var í valnefndir Eddunnar.  Í valnefndum eru í heildina 38 manns, 13 konur og 25 karlmenn. Sérstaklega ber að nefna að í valnefndum fagverðlauna voru 4 konur og 13 karlar. Það er alls kostar óásættanlegt að í valnefndum fyrir hljóð og tónlist, klippingu og kvikmyndatöku og handrit og leikstjórn sitji engin kona. Ekki ein. Ekki ein einasta.“

Verbúðin ótvíræður sigurvegari Eddunnar 2023

Wift á Íslandi fer fram á að stjórn ÍKSA taki til gagngerrar endurskoðunar hvernig skipað er í valnefndir og að tryggt verði með þar til gerðum reglum að jafnréttisviðhorf verði höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að valnefndir á fagverðlaunum íslenskrar kvikmyndagerðar, endurspegli samfélagið eins vel og kostur gefst og styðji við fjölbreytileika en ýti ekki undir mismunum.

„Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki aðeins óboðleg heldur rýra þau trúverðugleika tilnefninga og þar með verðlauna og varpa fyrir vikið skugga á alla Edduhátíðina í ár.  Skaðinn er skeður og það er í senn hryggjandi og svekkjandi að hin mikla og óeigingjarna jafnréttisbarátta sem hefur átt sér stað í faginu sé að engu höfð í sjónvarps -og kvikmyndaakademíu okkar allra. Stjórn Wift á Íslandi setur fram afdráttarlausa kröfu um að nú verði meitluð í stein ófrávíkjanleg regla ÍKSA um að gætt sé að fjölbreytni og kynjahlutföllum við skipun í valnefndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þruma eða fyrirsláttur? – Vissi af tillögu um endurvinnslustöð við kirkjugarð í sex vikur en sagði ekkert fyrr en fjölmiðlar greindu frá

Þruma eða fyrirsláttur? – Vissi af tillögu um endurvinnslustöð við kirkjugarð í sex vikur en sagði ekkert fyrr en fjölmiðlar greindu frá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás á son sinn – Vildi ekki að faðirinn færi niður í bæ til að berja mann

Sýknaður af ákæru um líkamsárás á son sinn – Vildi ekki að faðirinn færi niður í bæ til að berja mann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kúnstum beitt innan lögreglunnar til að sneiða framhjá reglum um ráðningar á meðan frændhyglin hrekur fólk úr starfi

Kúnstum beitt innan lögreglunnar til að sneiða framhjá reglum um ráðningar á meðan frændhyglin hrekur fólk úr starfi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vignir Vatnar Íslandsmeistari í skák í fyrsta sinn

Vignir Vatnar Íslandsmeistari í skák í fyrsta sinn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Með varanlega örorku eftir umferðarslys en lagði tryggingafélagið í dómsal

Með varanlega örorku eftir umferðarslys en lagði tryggingafélagið í dómsal
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sýn stefnir Jóni Einari og krefst refsingar – Hefur selt Íslendingum á Spáni aðgang að læstri sjónvarpsdagskrá

Sýn stefnir Jóni Einari og krefst refsingar – Hefur selt Íslendingum á Spáni aðgang að læstri sjónvarpsdagskrá
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Afbrýðisamur ofbeldismaður hótaði að hringja inn sprengjuhótun ef flugfreyjan færi í flug

Afbrýðisamur ofbeldismaður hótaði að hringja inn sprengjuhótun ef flugfreyjan færi í flug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þurfti bráðaaðgerð eftir gróft heimilisofbeldi – Sagðist hafa verið að slást við konuna sína sem hefði hlaupið nakin út

Þurfti bráðaaðgerð eftir gróft heimilisofbeldi – Sagðist hafa verið að slást við konuna sína sem hefði hlaupið nakin út