Á var lagt fram nýtt frumvarp í Frakklandi sem gera dómstólum kleyft að banna foreldrum barns að birta myndir af því á samfélagsmiðlum. Slíkt ætti þó aðeins við þegar foreldrar væru ósammála um birtingu slíkra mynda.
Í frumvarpinu kemur fram að foreldrar séu með sameiginleg yfirráð fyrir ímyndarrétti barna sinna. Ef annað foreldrið væri ósátt við birtingar hins aðilans á myndum af afkvæminu á samfélagsmiðlum þá gæti það leitað til dómstóla í Frakklandi og fengið bann við frekari myndbirtingum eða jafnvel að viðkomandi myndi missa hlutdeild sína í ímyndarrétti barns síns ef að myndbirtingin myndi hafa slæm áhrif á mannorð barnsins, að mati dómstóla.
Markmið lagafrumvarpsins, samkvæmt franska þingmanninum Bruno Struder, er að valdefla foreldra og sýna ungu fólki að foreldrar þeirra hafa ekki ótakmarkaðan rétt á ímynd þeirra.
Frumvarpið verður fljótlega tekið fyrir í franska þinginu og verður áhugavert að sjá hver niðurstaða þeirrar umræðu verður.