fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
Fréttir

Ekkert hik á Rússum – „Öllu verður rústað“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. mars 2023 07:00

Rússneskar Mig-29 orustuþotur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa ekki í hyggju að sætta sig við að bandalagsríki Úkraínumanna láti þeim nú orustuþotur í té.

„Öllum orustuþotum, sem verða sendar til Úkraínu, verður rústað og þær munu ekki hafa nein áhrif á gang stríðsins,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kremlverja, fyrir helgi.

Á fimmtudag tilkynntu pólsk stjórnvöld að þau sendi MiG-orustuþotur til Úkraínu og á föstudaginn fylgdu Slóvakar í fótspor Pólverja. Í heildina senda þessi tvö ríki sautján MiG-orustuþotur til Úkraínu.

En þetta virðist ekki hræða Rússa.

„Það er eins og þessi ríki hafi aðeins áhuga á að losna við gamlan búnað sem þau geta ekki notað lengur,“ sagði Peskov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar ummælum Kára um vesalinga í sjómennsku fullum hálsi – „Örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar“

Svarar ummælum Kára um vesalinga í sjómennsku fullum hálsi – „Örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar tölur um tjón Rússa í stríðinu

Nýjar tölur um tjón Rússa í stríðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vildi skila taflborði sem hann hafði keypt á 27 milljónir – Páll í Polaris mátaði andstæðing sinn í Héraðsdómi

Vildi skila taflborði sem hann hafði keypt á 27 milljónir – Páll í Polaris mátaði andstæðing sinn í Héraðsdómi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sendi eiginmanni ástkonunnar myndskeið af sér og henni í samförum

Sendi eiginmanni ástkonunnar myndskeið af sér og henni í samförum