fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Fréttir

Snjóflóð féll á sjö manna skíðahóp – Tveir slasaðir fluttir til Akureyrar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. mars 2023 14:31

Frá vettvangi. Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjóflóð féll í fjallshlíð í Brimnesdal suður af Ólafsfirði á sjö manna skíðahóp fyrr í dag. Tilkynning um snjóflóðið barst kl. 12.27 og hafa björgunarsveitir frá Akureyri og Siglufirði verið kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Einn í hópnum er fótbrotinn.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að þyrlan sé ekki lögð af stað norður og verið sé að kanna hvort unnt sé að senda hana á svæðið. Hann segir aðstæður erfið vegna lágrar skýjastöðu og lélegs skyggnis á svæðinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir eru komnar á staðinn og unnið er að því að koma fólkinu niður úr fjallinu. Slasaði maðurinn verður fluttur niður með snjótroðara og mun þyrlan síðan fljúga með hann á sjúkrahús. Aðrir í hópnum virðast hafa sloppið ómeiddir, en eru þó orðnir kaldir uppi í fjallinu, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Uppfært kl. 16.30 samkvæmt tilkynningu frá lögreglu:

Um tveimur klukkustundum eftir að útkall barst komust sjúkraflutningamenn til hópsins. Kom þá í ljós að annar skíðamaður var einnig lítilsháttar slasaður. Hlúð var að hinum slösuðu og búið um þau til flutnings. Voru þau flutt niður Brimnesdalinn og þar í sjúkrabíl sem flutti þau til Akureyrar. Þyrla LHG gat ekki aðhafst á slysavettvangi vegna veðurskilyrða en hún var kominn til Ólafsfjarðar áður en flutningur á hinum slösuðu til byggða hófst.

Verkefnið gekk vel fyrir sig en aðstæður voru mjög krefjandi sökum úrkomu, snjóblindu og mikilar snjóflóðahættu á svæðinu.

Á leið sinni á vettvang sáu viðbragðsaðilar hvar snjóflóð höfðu fallið á nokkrum stöðum í dalnum. Er því áréttað að mikil snjóflóðahætta er á Tröllaskaga og nálægum útivistarsvæðum til fjalla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börkur hleypur fyrir Píeta 

Börkur hleypur fyrir Píeta 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta eru auðvitað algjörar sorgarsögur þegar við heyrum þær. Þær eru of margar“

„Þetta eru auðvitað algjörar sorgarsögur þegar við heyrum þær. Þær eru of margar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttavaktin: Leikskólavandi, líðan barna í skólum, Instagram-svindl

Fréttavaktin: Leikskólavandi, líðan barna í skólum, Instagram-svindl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekið á hund á Kaldárselsvegi – Margt í gangi hjá lögreglunni í dag

Ekið á hund á Kaldárselsvegi – Margt í gangi hjá lögreglunni í dag
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meta hvort skotmaðurinn á Dubliner sé hættulegur almenningi

Meta hvort skotmaðurinn á Dubliner sé hættulegur almenningi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ógnvænleg hækkun á afborgun húsnæðisláns – 170 þúsund króna hækkun á mánaðarlegri afborgun

Ógnvænleg hækkun á afborgun húsnæðisláns – 170 þúsund króna hækkun á mánaðarlegri afborgun