fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Fréttir

Lögreglumaður náði ekki andanum eftir árás Björgvins – Áður dæmdur fyrir að ráðast á sambýliskonu með kodda og kertastjaka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. mars 2023 11:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. mars næstkomandi verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Björgvini Sigmari M. Ómarssyni, manni sem fæddur er árið 1986. Ákæran er tvíþætt og varðar annars vegar ofbeldi gegn lögreglumanni aðfaranótt fimmtudagsins 10. júní árið 2021, fyrir utan hús á Flókagötu í Reykjavík. Björgvin er þá sagður hafa sparkað í síðu lögreglumannsins, sem var við skyldustörf, með þeim afleiðingum að hann missti andann stutta stund.

Hins vegar segir í ákærunni, sem gefin var út seint í janúar á þessu ári, að Björgvin hafi skallað lögreglumann í andlitið inni á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut yfirborðsáverka ofan við hægri augabrún. Einnig er Björgvin sagður hafa hótað tveimur öðrum lögreglumönnum ofbeldi á staðnum.

Síbrotamaður

Björgvin er margdæmdur ofbeldismaður en DV fjallaði um mál hans þann 1. júlí í fyrra. Þá hafði hann nýlega verið sakfelldur fyrir 15 brot, meðal annars ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni sem hann beitti ítrekað ofbeldi dagana 7. til 10. ágúst árið 2019. Meðal annars setti hann kodda fyrir vit konunnar og reyndi að kæfa hana, og barði hana með kertastjaka. Einnig sló hann höfði hennar utan í vegg og kýldi hana ítrekað með krepptum hnefa víðsvegar um líkamann.

Björgvin var ennfremur sakfelldur fyrir að hafa ráðist að manni með hnífi sumarið 2020 og reynt að stinga hann en árásin átti sér stað í bakgarði skemmtistaðar við Laugaveg. Maðurinn náði að víkja sér undan atlögum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttavaktin: Leikskólavandi, líðan barna í skólum, Instagram-svindl

Fréttavaktin: Leikskólavandi, líðan barna í skólum, Instagram-svindl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekið á hund á Kaldárselsvegi – Margt í gangi hjá lögreglunni í dag

Ekið á hund á Kaldárselsvegi – Margt í gangi hjá lögreglunni í dag
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meta hvort skotmaðurinn á Dubliner sé hættulegur almenningi

Meta hvort skotmaðurinn á Dubliner sé hættulegur almenningi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ógnvænleg hækkun á afborgun húsnæðisláns – 170 þúsund króna hækkun á mánaðarlegri afborgun

Ógnvænleg hækkun á afborgun húsnæðisláns – 170 þúsund króna hækkun á mánaðarlegri afborgun