fbpx
Mánudagur 27.mars 2023
Fréttir

Ógnvænleg hækkun á afborgun húsnæðisláns – 170 þúsund króna hækkun á mánaðarlegri afborgun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. mars 2023 09:00

Það er ekkert grín að vera með breytilega vexti þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heimsfaraldrinum tók tekjuhár sjómaður húsnæðislán upp á 70 milljónir og var það með breytilegum vöxtum. Fyrsta afborgun var í maí á síðasta ári og var hún 340 þúsund krónur. En eftir fjölda stýrivaxtahækkana Seðlabankans er mánaðarleg afborgun nú komin í 540 þúsund. Mánaðarleg afborgun hefur því hækkað um 170 þúsund krónur. Á ársgrundvelli er hækkunin um tvær milljónir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur þetta eftir Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, sem sagði að maðurinn hafi leitað til samtakanna.

Til að standa undir þessari auknu greiðslubyrði þarf maðurinn að auka tekjur sínar um 3,7 milljónir á ári.

Því er spáð að Seðlabankinn hækki vexti enn frekar í næstu viku og þá mun staða mannsins versna enn frekar.

Breki sagði að eina úrræði fólks í svipaðri stöðu sé að semja við lánastofnanir um að breyta óverðtryggðu láni í verðtryggt. Þá bíta vextirnir minna sagði Breki en benti á að um leið vinni það gegn markmiði Seðlabankans að ná niður vöxtum með því að reka landsmenn í verðtryggð lán á nýjan leik.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kynna róttæka hugmynd til að draga úr verðbólgu og bjarga heimilunum – „Fáum peningana aftur heim“

Kynna róttæka hugmynd til að draga úr verðbólgu og bjarga heimilunum – „Fáum peningana aftur heim“
Fréttir
Í gær

Byggingaverktaki ákærður fyrir skattsvik upp á yfir 150 milljónir króna – Margdæmdur fyrir annars konar brot

Byggingaverktaki ákærður fyrir skattsvik upp á yfir 150 milljónir króna – Margdæmdur fyrir annars konar brot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Sprenging og eldsvoði í Ásahverfinu í Garðabæ

Myndband: Sprenging og eldsvoði í Ásahverfinu í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjársvikari framseldur úr landi – Kom til Íslands árið 2014 og dvaldist hér með unnustu og syni

Fjársvikari framseldur úr landi – Kom til Íslands árið 2014 og dvaldist hér með unnustu og syni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Samverustund vegna Stefáns Arnars Gunnarssonar

Samverustund vegna Stefáns Arnars Gunnarssonar