fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Varar við nýrri gildru Pútíns

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. mars 2023 05:22

Vladimir Pútín. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vesturlönd létu Vladímír Pútín gabba sig til að halda að Rússland væri traustur og öruggur afhendingaraðili á gasi. Svo reyndist ekki vera. Nú varar Svein Tore Holsether, forstjóri norska orkufyrirtækisins Yara, Vesturlönd við og segir að þau séu að ganga í nýja gildru Pútíns.

Nokkur ró hefur færst yfir heimsmarkaði vegna lækkandi verðs á áburði en það hefur lækkað samhliða lækkandi verði á gasi en gas skiptir miklu máli við áburðarframleiðslu.

Margir sérfræðingar hafa því sagt að matvælaskortur á heimsvísu, vegna skorts á áburði, sé ekki yfirvofandi.  „Þetta er ekki einu sinni rætt lengur. Það er nóg framboð á mörkuðum,“ sagði Ole Schou, markaðssérfræðingur, í viðtali við Finans um stöðuna á áburðarmörkuðum.

En Holsether er ekki sammála. Í samtali við Børsen sagði hann rétt að verðið fari lækkandi en það sé of snemmt og auðvelt að blása alþjóðlega matvælakreppu af.

Þrátt fyrir að verðið á áburði sé nú svipað og fyrir innrás Rússa í Úkraínu þá segir Holsether að ekki sé hægt að fullyrða að matvælakreppan sé afstaðin.

Hann benti á að verð séu enn há í dollurum og það sé ekki gott fyrir þá sem stunda viðskipti í gjaldmiðlum sem hafa lækkað í verði gagnvart dollaranum.

Auk þess hafi há verðbólga áhrif á heimsmarkaði og einnig séu viðvarandi vandamál með gæði, flöskuhálsa og vegna loftslagsbreytinganna.

Hann sagði að 350 milljónir manna glími við bráða hungursneyð eða tvöfalt fleiri en 2019.

Hvað varðar orkuverð benti hann á að það hafi lækkað vegna þess að Evrópubúar hafi verið heppnir með veður í vetur og það hafi veitt ákveðið andrými. Ef næsti vetur verði harður muni gasbirgðirnar ekki duga til og þá muni gasverðið hækka á nýjan leik.

Rússar hafa skrúfað fyrir gasið til Vesturlanda en dæla áburði út á markaðina, þar á meðal til Evrópu. Holsether sagði að Vesturlönd verði að vera varfærin í varðandi hvaða stöðu þau leyfa Rússum að ná á áburðarmarkaðinum. „Við létum plata okkur með ódýrri rússneskri orku. Það er mikið hætta á að við verðum háð áburðarframleiðslu Rússa. Það er alvarleg staða,“ sagði hann.

„Þegar við treystum Pútín í fyrsta sinn, endaði það ekki vel. Ef við gerum sömu mistök aftur, með mat og áburð, þá getum við ekki lengur kennt Pútín um. Þá getum við bara kennt sjálfum okkur um,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala