fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Fréttir

Stefnir í neyðarástand í leikskólamálum borgarinnar – Gæti þurft að loka 25 leikskólum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. mars 2023 09:00

Það stefnir í óefni í leikskólamálum borgarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í neyðarástand í leikskólamálum í borginni. Fyrirséð er að erfitt verði að stytta biðlista eftir leikskólaplássum og 25 af 67 leikskólum borgarinnar hefur verið lokað, að hluta eða öllu leyti, eða gæti þurft að loka þeim í náinni framtíð vegna slælegs ástands húsnæðis.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að samkvæmt gögnum, sem það hefur undir höndum, hafi þurft að loka, að hluta eða öllu leyti, eða muni þurfa að loka 25 af 67 leikskólum borgarinnar í náinni framtíð vegna ástands húsnæðis. Þetta gerir að verkum nær útilokað verður að stytta biðlista.

Segir blaðið að fyrir liggi að loka þurfi tveimur leikskólum, við Laugasól og Langholtsveg, vegna viðhaldsvinnu og sé ekkert tiltækt húsnæði sem sé hægt að grípa til í staðinn. Þá þykir líklegt að þegar upp verður staðið þurfi að grípa til lokana á alls 25 leikskólum vegna ástands húsnæðis.

Blaðið hefur eftir Ernu Guðlaugsdóttur, leikskólastjóra á Hagaborg, að ætla megi að þau börn sem verða tekin inn að þessu sinni verði 2,5 til 3 ára gömul en staðan er erfið í Vesturborginni vegna lokunnar Grandaborgar.

Morgunblaðið hefur eftir Ólafi Brynjari Bjarkasyni, skrifstofustjóra á leikskólaskrifstofu borgarinnar, að hin umfangsmiklu viðhaldsverkefn muni hafa áhrif á inntöku barna. Ekki sé alltaf um mygluvanda að ræða. Einnig sé um gamalt húsnæði að ræða sem þarf að endurnýja.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússar sagðir senda Írönum vopn sem þeir komast yfir á vígvellinum

Rússar sagðir senda Írönum vopn sem þeir komast yfir á vígvellinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn sjá merki um hvað Rússar ætla sér

Bandaríkjamenn sjá merki um hvað Rússar ætla sér