fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Jakob vill að Arnari verði sparkað úr sýningunni

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. mars 2023 09:45

Arnar Dan Kristjánsson (t.v.) og Jakob Bjarnar Grétarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Arnar Dan Kristjánsson játar að hafa tekið þátt í menningarnámi og segist ekki ætla að vera með hárkollu eða augnmálningu á næstu sýningum af uppfærslu Íslensku óperunnar á verkinu Madam Butterfly. Miklar umræður hafa verið í vikunni um sýninguna og Íslenska óperan legið undir ámæli um rasisma og menningarnám með því að láta söngvara og leikara sýningarinnar vera í gervum sem endurspegli staðalímyndir um asískt fólk.

Aðstandendur sýningarinnar hafa neitað að hafa gerst sek um slíkt athæfi og segjast hafa komið til móts við þann tíðaranda sem líður ekki slíkt menningarnám. Þessu er einn leikari í sýningunni ekki sammála, Arnar Dan, sem skrifaði í Facebook-færslu í fyrrakvöld, sem segir í FB-færslu í fyrra kvöld að hann ætli ekki að fara í áðurnefnt gervi í næstu sýningum á verkinu og segir auk þess þetta í færslu sinni:

„Við lifum á tímum fjölmenningar en ekki evrópskrar heimsvaldastefnu. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd. Það er því verkefni hverrar kynslóðar að finna skapandi leiðir, nota efniviðinn til speglunar og rannsaka þannig mennskuna. Sviðslistir eiga ekki að vera kyrrstöðulist líkt og myndlist, málverk, höggmyndir, kvikmyndir eða ljósmyndir. Ef það er það sem þér hugnast má nálgast öll þessi meistaraverk fortíðar t.d. á internetinu með lítilli fyrirhöfn. Callas söng Butterfly, Pavarotti á Nessun Dorma. Myndbandið geymir gömul augnablik. En í sviðslistum erum við á fást við samtímann, lifandi og breytilegt andartakið og þetta beina samtal er viðfangsefnið. Hvort sem það er dans, ópera eða leikhús. Við eigum að horfa til framtíðar og taka afstöðu um það hvernig samfélagi við viljum búa í og endurspegla.

Ég tel mikilvægt að geta sagt fyrirgefðu og halda áfram að vinna að bættum heimi. Tónlist Puccini er stórkostleg og megi sem flestir njóta hennar.“

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson mælir með því að Arnari verði sparkað úr sýningunni. Í færslu þar sem Jakob deilir frétt Vísis um málið, spyr hann:

„Já, ók. Spennandi. Ætlar hann að mæta á sviðið í Super­man-búningi?“

Rithöfundurinn og djákninn Guðmundur Brynjólfsson er ekki sammála Jakobi og segir:

„Mér finnst sjálf­­sagt að virða per­­sónu­­lega upp­­lifun leikarans og bera virðingu fyrir henni, hann and­æfði því sem honum fannst ó­­þægi­­legt á æfinga­­tíma verksins og er það vel. Hitt skrifa ég ekki upp á að verkið sé rasískt eða þau efnis­tök að setja verk upp á hefð­bundinn klassískan máta feli í sér ein­hverjar meiningar til niðrunar í sam­­fé­lagi okkar í dag. Auð­vitað er hægt að nota þetta verk eins og nánast öll lista­­verk til nei­­kvæðs á­róðurs en sem betur fer er slíkt sjald­­gæft og svo mjög að það rétt­lætir ekki rit­­skoðunar­til­burði eða tal um kyn­þátta­hatur.“

Þessu er Jakob ekki sammála og segir:

„You gotta be shittin me? Ég hef tekið þátt í fjöldanum öllum af leik­­sýningum, sem leikari, að­­stoðar­­leik­­stjóri og leik­­stjóri. Það er ein­hver lögn, ein­hver heildar­­svipur… ef ein­hver einn vill ekki vera í búningi sínum þá bara stíg­­vélið beint í þjó­hnappa hans og vertu sæll og blessaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri