fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Eftir hverju er Pútín að bíða? Sérfræðingur telur sig vita skýringuna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. mars 2023 05:15

Vladimir Pútín. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa talið að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, myndi tilkynna um nýja herkvaðningu fyrir vorið. Yrði þar jafnvel um enn stærri herkvaðningu að ræða en í haust þegar 300.000 menn voru kvaddir í herinn. En það hefur ekki gerst og velta margir fyrir sér hvað veldur.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, telur sig vita skýringuna á af hverju Pútín hefur ekki enn tilkynnt um herkvaðningu.

Í samtali við Jótlandspóstinn sagði hann það leyni sér ekki að það gangi illa hjá Rússum í stríðinu í Úkraínu og af þeim sökum hafi margir búist við Pútín væri tilneyddur til að grípa til nýrrar herkvaðningar.

Hann sagðist telja ákveðna ástæðu fyrir því að Pútín hefur ekki gripið til herkvaðningar á nýjan leik. „Það er ótrúlega óvinsælt að neyða Rússa í stríð. Við sáum hvaða áhrif herkvaðningin í september hafði á Rússa og ég held að það hafi gert Pútín taugaóstyrkan,“ sagði hann.

Hann vísar þarna til herkvaðningarinnar í september en hún olli mikilli reiði í Rússlandi. Meðal annars var kveikt í herkvaðningaskrifstofum og fólk mótmælti á götum úti. Þess utan er talið að 500.000 til 1.000.000 Rússa hafi flúið land í kjölfar herkvaðningarinnar.

„Pútín er hræddur við hvernig því verði tekið ef hann grípur til annarrar herkvaðningar. Því það bendir einnig til þess í augum almennings að eitthvað sé að. Fyrsta herkvaðningin sýndi að það er eitthvað sem virkar ekki. Önnur herkvaðning varpar enn betra ljósi á það. Þetta gæti því verið vandamál pólitískt séð. Það þýðir ekki að hann geti ekki gert það og komist heill á húfi í gegnum það. En ég er viss um að þetta sé eitthvað sem hann bíður með þar til hann telur að algjör nauðsyn krefjist þess,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu