fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Rúmlega 4.300 hafa fundist látnir í Tyrklandi og Sýrlandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 05:29

Hér er verið að bjarga manni úr rústum húss 26 klukkustundum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarfólk vinnur nú í kappi við tímann við að leita að lifandi fólki í rústum bygginga á skjálftasvæðunum í Tyrklandi og Sýrlandi. Skjálfti upp á 7,8 reið yfir nærri tyrknesku borginni Gaziantep aðfaranótt mánudags og í gær reið annar skjálfti, sem mældist 7,5, yfir.

Í nótt reið skjálfti upp á 5,6 yfir miðhluta Tyrklands að sögn evrópsku jarðskjálftastofnunarinnar.

Eins og staðan er núna hefur verið staðfest að rúmlega 4.300 eru látnir. Tyrknesk yfirvöld segja að rúmlega 2.900 hafi látist þar í landi og minnst 1.400 létust í Sýrlandi.

Mikil óvissa er um þessar tölur og munu þær væntanlega hækka á næstu klukkustundum og dögum eftir því sem björgunarstarfinu miðar áfram. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að dánartölurnar muni hækka og reikna megi með að allt að 20.000 manns hafi látist.

Mörg þúsund manns slösuðust en engar nákvæmar tölur er að hafa yfir fjöldann eins og staðan er núna.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa viðtal DV við Eygló Guðmundsdóttur sem býr á skjálftasvæðinu.

Eygló býr á skjálftasvæðinu í Gaziantep – „Átta ég mig á að eitthvað mikið er í gangi og frekar mikið panik“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu