fbpx
Laugardagur 10.júní 2023
Fréttir

Hjálmar verktaki sakfelldur fyrir skattsvik í annað sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 13:32

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Árnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins H28, hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld skattsvik. Dómur yfir honum var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 6. febrúar síðastliðinn.

Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem Hjálmar er dæmdur fyrir skattsvik vegna athafna í rekstri sama fyrirtækisins. Hann hlaut í apríl í fyrra 15 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brot í rekstri sama fyrirtækis auk 127 milljóna króna sektar. En að þessu sinni var Hjálmar dæmdur fyrir önnur skattsvik í rekstri H28.

Var hann ákærður fyrir að hafa vanrækt að greiða virðisaukaskatt og staðgreiðslu skatta frá því í desember árið 2019 og fram til fyrstu mánaða ársins 2021. Samtals nema þessi skattsvik rétt rúmlega 100 milljónum króna.

Hjálmar játaði sök fyrir dómi. Það er virt honum til refsilækkunar, en ítrekað brot er honum til refsiauka. Niðurstaðan er 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og himinhá sekt: Tæplega 207 milljóna krónur. Hjálmar þarf að sitja í eitt ár í fangelsi ef hann greiðir ekki sektina innan fjögurra vikna.

Sjá dóm héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli
Fréttir
Í gær

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Staðfest að Modestas sé hinn látni

Staðfest að Modestas sé hinn látni