fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Fréttir

Rússneskir áróðurshópar kaupa sig inn á Twitter

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. febrúar 2023 08:00

Elon Musk ræður ríkjum hjá Twitter. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Elon Musk eignaðist Twitter hafa notendur þurft að greiða fyrir að fá hið eftirsótta bláa merki, sem sýnir að viðkomandi sé „staðfestur“ notandi. En svo er að sjá sem rússneskir áróðurshópar nýti sér þetta.

The Washington Post skýrir frá þessu og segir að rannsóknarhópur hafi fundið marga Twitternotendur sem hafi „staðfest“-merkið og segist vera staðsettir utan Rússlands. Þeir séu þó í raun í Rússlandi og þaðan dreifi þeir lygum og áróðri um stríðið í Úkraínu. Til dæmis er einn hópur sem segist vilja „gera sitt besta til að stöðva stuðning Vesturlanda við hernað Úkraínumanna“.

Með því að kaupa sér þetta bláa „staðfestingarmerki“, virðist aðgangur notenda vera virðulegri og birtist í meira mæli í fréttastraumnum á Twitter sem og þegar notendur leita á miðlinum. Þessir notendur eru því meira áberandi en aðrir notendur miðilsins.

The Washington Post segir að mikil aukning hafi orðið á nafnlausum Twitter-aðgöngum, sem kaupa sér þetta „staðfestingar“-merki. Það kosta átta dollara á mánuði.

Þegar Musk keypti Twitter gagnrýndi hann þáverandi staðfestingarkerfi, sem byggðist á því að miðillinn ákvað sjálfur hvaða notendur fengju þennan eftirsótta stimpil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga