fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 08:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harðir bardagar geisa nú í austurhluta Úkraínu. Þar tekst úkraínski herinn á við rússneska innrásarherinn og hefur svo sannarlega þörf fyrir alla þá aðstoð og krafta sem hann getur fengið.

Í skógunum nærri Kreminna er hópur úkraínska hermanna, sem tilheyra DNIPRO 1, sem eru auga úkraínska hersins í fremstu víglínu og að baki hennar. Þetta teymi sem stýrir drónum sem eru notaðir til að fylgjast með ferðum rússneskra hermanna.

Þetta kemur fram í nýlegri umfjöllun CNN en fréttamenn miðilsins heimsóttu teymið og fylgdust með störfum þess.

„Síðasta mánuðinn hefur herinn okkar að mestu sótt fram en síðustu tvær vikur, eða svo, höfum við verið kyrrir og Rússarnir hafa gert gagnsókn,“ sagði drónaflugmaðurinn Ruslan.

Á drónaverkstæði voru hermenn í óðaönn við að saga sprengjur frá NATO í tvennt og koma þeim fyrir á drónum.

„Að vera drónastjórnandi er eitt hættulegasta starfið. Um leið og þeir átta sig á að drónastjórnandi er einhvers staðar nota þeir allskonar vopn: stórskotalið, sprengjuvörpur, skriðdreka,“ sagði Graf, yfirmaður drónaverkstæðisins, í samtali við CNN.

„Það er mikið mannfall hjá okkur,“ bætti hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala