fbpx
Sunnudagur 02.apríl 2023
Fréttir

Brúðkaupveislan breyttist í martröð eftir afdrifaríka ákvörðun brúðgumans á dansgólfinu

Pressan
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 20:00

Mike og Kelsey Mynatt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaupsveislan er stór og skemmtileg stund í lífi margra para en hjá hjónunum Kelsey og Mike Mynatt umbreyttist dagurinn í fullkomna martröð. Mike varð fyrir hræðilegum meiðslum í veislunni sem hann mun þurfa að glíma við allt sitt líf.

Eftir margra ára samband gengu Mike og Kelsey, sem búsett eru í Denver í Colorado-fylki, leynilega í það heillaga í september í fyrra. Þrátt fyrir að vilja ekki gera mikið úr sjálfri athöfninni þá vildu þau gjarnan fagna tímamótunum með ástvinum sínum og þau skipulögðu því heljarinnar brúðkaupsveislu rúmum mánuði síðar.

Afdrifaríkt ákvörðun á dansgólfinu

Auk góðra veitinga, í föstu og fljótandi formi, og skemmtiatriða þá var að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að gestir myndu dansa fram á rauða nótt. Sett var upp rúmgott dansgólf og þar breyttist líf Mynatt-hjónanna á einni svipstundu.

Mike hafði stundum tekið upp á því framkvæma heljarstökk og fór yfirleitt létt með að stökkva aftur fyrir sig og lenda fullkomlega á fótunum. Í hámarki gleðinnar í veislunni ákvað hann skyndilega að framkvæma slíkt stökk á dansgólfinu. Illu heilli var gólfið mjög sleipt því brúðkaupsgestir höfðu sullað drykkjum á gólfið og að auki var Mike í lakkskóm sem veittu lítið viðnám.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kelsey Mynatt (@kamynatt)

 

Lá í dái heilan mánuð

Stökkið tókst ekki betur en svo að Mike lenti illa á höfðinu og slasaðist alvarlega. Fullkomin upplausn varð í veislunni og var þegar hringt á sjúkrabíl og brúðgumanum hraðað undir læknishendur. Vegna mikillar bólgu í heila hans þurfti hann að undirgangast skurðaðgerð þar sem höfuðkúpa hans var opnuð til að létta á þrýstingnum.

Eftir aðgerðina lá Mike í dái á spítala í mánuð eftir slysið og síðan tók við löng og ströng endurhæfing þar sem hann þurfti að læra grunnatriði eins og að ganga, tala og borða aftur.

Kelsey hefur haldið úti Tiktok-síðu um líf þeirra eftir slysið og hafa sum videóin notið mikilla vinsælda. Þar kemur meðal annars fram að Mike hafi tekið meiri framförum en læknar hafi þorað að vona en enn sé erfið barátta fram undan. Kelsey stendur hins vegar þétt við bak eiginmanns síns og hafa netverjar heillast af baráttuþreki og jákvæðni hjónanna og hafa meðal annars hafið söfnun fyrir læknisreikningum Mike.

 

Eitt af myndböndunum sem hefur slegið í gegn

@kelseymynatt #braininjurysurvivor #braininjury #survive #tbi #tbisurvivor #tbiawareness #tbiwife #husbandwife ♬ Cool Kids (our sped up version) – Echosmith

A bride has revealed how her husband suffered a traumatic brain injury on the night of their wedding reception.

Kelsey Mynatt and her husband Mike, who are from the United States, eloped and two weeks later the newlyweds were set to have their wedding reception.

But, the night changed the course of their lives in an unexpected way after Mike was rushed to hospital and had to relearn things such as walking, talking and eating.

 

 

“Mike attempted his party trick – which is a backflip on the dance floor that he typically lands,” Kelsey said in a now-viral TikTok video.

 

“But he slipped on the floor because there were drinks spilt and he was wearing dress shoes that had no traction.”

Kelsey said Mike injured his head and chaos ensued after he fell.

Mike was rushed to the hospital and put in an emergency surgery called a craniectomy, as his brain was swelling rapidly.

Mike was then in a coma for a month, in Denver, Colorado, however many of the couple’s family and friends reside in Missouri.

Mike was in the intensive care unit for an extended period of time, as he had to learn things he already knew such as how to walk, talk, stand and eat again.

“He is progressing well, and we’re very proud of him,” Kelsey added.

Go Fund Me has been set up to support the family in the forms of paying Mike’s medical bills, but also raising money so others can visits him while he is in the hospital recovering from the traumatic brain injury.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Búið að bola síðasta þolanda séra Gunnars úr Digraneskirkju

Búið að bola síðasta þolanda séra Gunnars úr Digraneskirkju
Fréttir
Í gær

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tugir íslenskra barna fá offitulyf

Tugir íslenskra barna fá offitulyf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögregla og starfsmenn tæknideildar lýstu aðkomunni í Barðavogi

Rannsóknarlögregla og starfsmenn tæknideildar lýstu aðkomunni í Barðavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Díana bjó á götunni 11 ára í daglegri neyslu – „Segi stundum að ég hafi búið meðal róna og dóna“

Díana bjó á götunni 11 ára í daglegri neyslu – „Segi stundum að ég hafi búið meðal róna og dóna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði