fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Niceair skildi 45 töskur eftir á Tenerife – „Þarna mátti gera betur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 12:30

Niceair fór í loftið í júní í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við stöndum í samningaviðræðum,“ var meðal þess sem flugstjóri sagði við farþega um borð í vél norðlenska flugfélagsins Niceair, sem biðu þess að leggja af stað heim frá Tenerife. Að sögn farþega um borð í vélinni liðu um 90 mínútur frá því farþegar stigu um  borð og til flugtaks. Ástæðan var sú að vélin var of þung.

Auður Ingólfsdóttir, sem var um borð í vélinni, fékk það síðar staðfest hjá flugvallarstarfsfólki að úr hafi orðið að fimm áhafnarmeðlimir gengu frá borði gegn því að 45 töskur sem ekki var búið að hlaða inn í vélina kæmust með fluginu.

Akureyri.net greinir frá því að 45 ferðatöskur hafi verið skildar eftir í heimflugi Niceair frá Tenerife síðasta miðvikudag. Niceair greinir miðlinum frá því að töskurnar hafi verið skildar eftir á Tenerife vegna mistaka flugþjónustuaðila félagsins á Tenerife, Iberia.

„Þegar við svo lentum á Akureyri og ég kveiki á símanum mínum þá bíður tölvupóstrr um að fyrir mistök hafi orðið eftir 45 töskur. Mín taska reyndist vera þar á meðal,“ segir Auður en hún telur að farþegar um borði hafi verið um 200. „Þegar ég ræddi við starfsmann um þetta skýrði hann mér frá því að þegar þessir fimm aðilar fóru úr vélinni þá hefðu 45 töskur átt að koma inn í staðinn. En það hafi ekki verið gert og þau hafi ekki vitað það fyrr en vélin var farin af stað.“

Auður, sem fagnar tilkomu Niceair, vill ekki gera of mikið úr þessu atviki en vill þó koma á framfæri ábendingu til Nicair um betri upplýsingagjöf. Töskurnar fóru með flugi til Keflavíkur og þaðan var flogið með þær til Akureyrar. Segir Auður að hún hefði þegið tilkynningu frá félaginu um þegar taskan hafði skilað sér norður. „Bara eitt lítið sms hefði verið fínt. Það er bara flogið einu sinni í viku norður og svo var ekki flogið á föstudeginum og það er ekkert grín að hringja á flugvöllinn, það er sjaldnast svarað. En svo heyrði ég ekkert frá þeim allan laugardaginn. Þegar sunnudagurinn rann upp þá var ég orðin þreytt á að hafa ekki dótið mitt og fór út á flugvöll  og jú, mér var vísað inn í herbergi þar sem töskurnar voru og mín þar á meðal.“

Auður segist hafa skilning á því að mistök geti orðið en það er vinsamleg ábending hennar til Niceair að rækta upplýsingasgjöfina betur. Þessi óþægindi munu ekki koma í veg fyrir að hún fljúgi með Niceair í framtíðinni:

„Þetta er ekkert risamál en mér finnst sjálfsagt að benda á þetta, þarna mátti gera betur. Það fagna allir hér fyrir norðan Niceair, þessu norðlenska flugfélagi. Það er sérstaklega gott ef maður vill bregða sér út fyrir landsteinana um hávetur að þurfa ekki að brölta áður suður til Reykjavíkur og Keflavíkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði