fbpx
Sunnudagur 10.desember 2023
Fréttir

Þorvaldur telur vaxandi líkur á eldgosi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. nóvember 2023 08:00

Þorvaldur Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær þá er land farið að rísa á nýjan leik við Svartsengi og er það 5,5 sinnum hraðara landris en fyrir skjálftahrinuna miklu þann 10. nóvember. Þá flæðir kvika þar inn í tíu sinnum meira magni en í aðdraganda skjálftanna.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði, sagði í samtali við Morgunblaðið að nú streymi um 50 rúmmetrar af kviku inn í geymsluhólfið undir svæðinu á sekúndu hverri en fyrir skjálftahrinuna miklu var það 5 til rúmmetrar á sekúndu.

Kvikuhólfið er á um 4,5 km dýpi og innflæði í það veldur því að land rís en það seig þegar kvikan hljóp austur undir Sundhnúkagíga.

Þorvaldur sagði að ef mál þróast áfram á þennan veg muni landið í Svartsengi hafa náð fyrri stöðu eftir 5 til 15 daga. Erfitt sé að segja til um hvort þá gjósi því kvikan geti einnig hlaupið eins og gerðist 10. nóvember, eða þá að eitthvað allt annað gerist.

Hann sagðist telja vaxandi líkur á eldgosi á norðanverðri Sundhnúkagígaröðinni og nauðsynlegt sé að hugað sé að fyrirbyggjandi aðgerðum vegna hins nýja veruleika sem nýtt eldgosatímabil sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu