fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fréttir

Einar segir starfsfólk HÍ hafa endurvakið gyðingaofsóknir með yfirlýsingu sinni – Kallar eftir því að siðanefnd grípi í taumana

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. nóvember 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður tætir í sig yfirlýsingu starfsmanna Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu sem á fjórða hundrað manns hafa skrifað undir. Einar skrifar harðorða grein í Morgunblaðið í dag en yfirskrift hennar er Gyðingaofsóknir endurvaktar – eftir skamman svefn – með yfirlýsingu starfsfólks HÍ.

„Við undirrituð, starfsfólk við Háskóla Íslands, lýsum yfir stuðningi við palestínsku þjóðina, baráttu hennar fyrir tilvistarrétti sínum gegn ísraelskri nýlendustefnu og þjóðarmorði,“ segir meðal annars en alla yfirlýsinguna má lesa hér.

Hváði þegar hann heyrði töluna

Einar bendir á í grein sinni að í Bretlandi og Þýskalandi séu nú hafðar nán­ar gæt­ur á þeim sem viðhafa hat­ursum­mæli um Ísra­els­menn. Þar líkt og hér sé hat­ursorðræða og mis­mun­un refsi­verð.

Einar segist hafa hringt til útlanda og sagt vini sínum frá yfirlýsingu starfsfólks HÍ til stuðnings Palestínu. Hann segir að í ljósi orðalags hennar verði hún ekki öðruvísi skilin en sem fullur stuðningur við hryðjuverk Hamas. Um viðbrögð vinar síns segir hann:

„Hann áttaði sig samt ekki al­veg; „38 eru ekki svo marg­ir“. Hann hváði, skilj­an­lega, end­ur­tekið þegar ég sagði töl­una 338.“

„Aðför að gyðingum“

Í yfirlýsingunni kemur fram að sem akademískt starfsfólk muni þau sniðganga aka­demísk­ar stofn­an­ir í Ísra­el og afþakka sam­starf við ísra­elsk­ar mennta­stofn­an­ir og aka­demískt starfs­fólk. „Aðför þessa starfs­fólks HÍ að gyðing­um á eng­an sinn líka í Íslands­sögu síðari tíma að ég tel,“ segir hann og bendir á að viðlíka yfirlýsing hafi ekki komið fram áður. Segir hann að svo virðist sem starfsfólk HÍ muni vinna með öllum öðrum en gyðingum.

„Sem sé; starfs­fólk HÍ mun fram­veg­is vinna með Rúss­um sem hafa drepið og sært meira en hundrað þúsund manns í Úkraínu. Grimmi­leg ör­lög Mariupol og Bucha hafa verið met­in og létt­væg fund­in. Það mun líka eiga sam­skipti við Asera sem akkúrat þessa dag­ana reka meira en hundrað þúsund kristna Armena frá alda­göml­um heim­kynn­um sín­um. Sýr­land, þar sem 500 þúsund liggja í valn­um, er starfs­fólk­inu þókn­an­legt. Þá mun fólkið óhikað eiga sam­skipti við Írana þar sem þúsund­ir hafa verið tekn­ar af lífi und­an­far­in ár vegna mót­mæla gegn ógn­ar­stjórn öfgamúslima. Þar sem ung­ar kon­ur eru barðar til bana fyr­ir rang­an slæðuburð. Og líka talib­ana. Ekki einu sinni Norður-Kórea hef­ur sætt slík­um kárín­um sem Ísra­el. – Ræður þetta starfs­fólk hver fær að eiga sam­vinnu við HÍ? Fæ ég að koma þar með mín­ar óæski­legu skoðanir til stuðnings Ísra­el?“

Einar segist ekki vera mjög hissa á afstöðu margra sem skrifa undir. „Hver önn­ur en Sema Erla Serdaroglu skrif­ar fyrst und­ir hat­urs­yf­ir­lýs­ing­una! Þar er fleiri að finna. Dótt­ir al­ræmds aust­urþýsks komm­ún­ista er þarna einnig sem og fleiri sem því ríki tengd­ust nán­um bönd­um,“ segir Einar. Það hafi þó glatt hann að sjá engan úr lagadeild og aðeins tvo úr guðfræðideild.

„Í breska Verka­manna­flokkn­um yrði hverj­um þeim sem und­ir­ritaði yf­ir­lýs­ing­una taf­ar­laust vikið úr áhrifa­stöðum eft­ir að gyðinga­hat­ur var þar gert út­lægt, von­um seinna,“ segir hann.

Telur að siðanefnd hljóti á grípa til ráðstafana

Einar veltir fyrir sér hvort yfirlýsingin muni hafa einhverjar afleiðingar. Bendir hann á að siðareglur Háskóla Íslands kveði á um að komið sé fram við aðra af rétt­sýni og virðingu og þess gætt í störf­um að ein­stak­ling­um sé ekki mis­munað, t.d. vegna kyns, kyn­vit­und­ar, kynþátt­ar, kyn­hneigðar, ald­urs, fötl­un­ar, þjóðern­is, trú­ar­bragða eða skoðana. Þetta virðist þó ekki eiga við um gyðinga. Hann segir engan vafa leika á um að stjórnendur og siðanefnd HÍ muni grípa til viðeigandi ráðstafana.

Þá vísar hann í lög hér á landi sem kveða á um að hatursorðræða og mismunun sé refsiverð. Það sé til dæmis bannað að neita manni um vöru eða þjónustu til jafns á við aðra á grundvelli til dæmis þjóðernisuppruna eða trúarbragða. Að sama skapi geti hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni vegna þjóðernisuppruna, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða fötlunar vænst þess að fá sekt eða allt að tveggja ára fangelsi.

„Ég ef­ast ekki um það eitt and­ar­tak að rík­is­sak­sókn­ari muni láta reyna á þetta borðleggj­andi mál fyr­ir dómi. Það yrði fjöl­menn­asti hóp­ur sem ákærður hefði verið í einu máli á Íslandi. Eng­inn vafi er held­ur á að fjöl­miðlarn­ir munu spyrja rík­is­sak­sókn­ara hvenær hún muni láta málið til sín taka. Eða hvað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu sláandi niðurstöður PISA-könnunarinnar – Ísland eftirbátur annarra þjóða

Sjáðu sláandi niðurstöður PISA-könnunarinnar – Ísland eftirbátur annarra þjóða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mál Eddu Bjarkar – Vilji drengjanna einn dugi ekki til en takmarkaða umgengnin mögulega mannréttindabrot og refsiaðgerð

Mál Eddu Bjarkar – Vilji drengjanna einn dugi ekki til en takmarkaða umgengnin mögulega mannréttindabrot og refsiaðgerð
Fréttir
Í gær

Alvarleg falleinkunn á Litla-Hraun – Mögulega heilsuspillandi ómanneskjulegar aðstæður, illa þjálfaðir fangaverðir og skemmdar tennur

Alvarleg falleinkunn á Litla-Hraun – Mögulega heilsuspillandi ómanneskjulegar aðstæður, illa þjálfaðir fangaverðir og skemmdar tennur