fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fréttir

Alvöru haustveður á leiðinni – Djúp lægð nálgast landið

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 20. nóvember 2023 08:59

Það verður hvasst og talsverð rigning á morgun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búast má við allhvassri sunnanátt með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands í kvöld. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurfar hefur verið einkar hagstætt það sem af er vetri og lítið um djúpar lægðir með roki og úrkomu. Það virðist þó vera að breytast því djúp lægð sem er suðvestur við Grænland núna í morgunsárið nálgast okkur smám saman.

„Það verður því hægt vaxandi suðlæg átt á landinu fyrri parts dags og væta með köflum, en þurrt og bjart fyrir austan. Hlýnar í veðri. Síðdegis ganga skil frá lægðinni inn yfir landið, þá bætir í vind og úrkomu og í kvöld má búast við allhvassri sunnanátt með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands,“ segir veðurfræðingur.

„Það bætir enn frekar í vind í nótt, og í fyrramálið er útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með áframhaldandi rigningu og hlýju veðri, en eftir hádegi á morgun verður vindur suðvestlægari og það kólnar með skúrum eða éljum. Á norðaustanverðu landinu verður úrkoma þó lítil sem engin. Á miðvikudag dregur svo hægt og bítandi úr vindi, en áfram má búast við skúrum eða éljum á vestanverðu landinu.“

Veðurspá næstu daga, eins og hún birtist á vef Veðurstofunnar í morgun, má sjá hér að neðan:

Á þriðjudag:
Sunnan 15-23 m/s um morguninn og rigning, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti 7 til 12 stig. Vestlægari eftir hádegi með skúrum eða éljum og kólnandi veðri, en léttir til á Austurlandi.

Á miðvikudag:
Vestan og suðvestan 13-18, en dregur smám saman úr vindi síðdegis. Víða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 0 til 4 stig.

Á fimmtudag:
Gengur í norðvestan 13-20 austantil á landinu, annars mun hægari. Dálítil él, en léttir til um landið sunnan- og vestanvert. Frost 0 til 7 stig.

Á föstudag:
Norðlæg átt 3-10, en 10-15 austantil. Víða léttskýjað og frost 1 til 8 stig.

Á laugardag:
Norðaustlæg átt og bjartviðri, en dálítil él um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Norðaustanátt og dálítil él, en bjart að mestu sunnan heiða. Svalt í veðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu