Tæplega 70 mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á næturvaktinni. Sjö aðilar gistu fangageymslur lögreglu eftir nóttina.
Nokkuð um ölvun & stimpingar í miðborginni. Tilkynnt unglingahóp utan við Hagkaup, Garðabæ. Þegar lögreglan kom á staðinn var þar fullt af unglingum á vappi en engin ölvun sjáanleg.
Tilkynnt um unglingasamkvæmi í uppsiglingu í hesthúsahverfi í umdæmi Kópavogs/Breiðholts. Þegar lögreglan kom á staðinn var þar hávær tónlist og hópur af ungmennum, undir lögaldri, að halda sameiginlegt afmæli. Flestir fljótir að forða sér þegar lögreglu bar að garði – þó náðist tal af gestgjöfum. Þeim gerð grein fyrir að foreldrum og barnavernd yrði gert viðvart um afskipti lögreglu. Allt áfengi haldlagt. Allir unglingarnir kurteisir og skyldu afskipti lögreglu.
Tilkynnt um aðila í tökum á skemmtistað í hverfi 111. Hann hafði reynt að ráðast á dyraverði en uppskar ekki árangur erfiðis. Var sendur heim að sofa úr sér. Tilkynnt um aðila sem neitaði að fara út af skyndibitastað, eftir að hafa fengið að nota þar snyrtinguna. Henni vísað út af lögreglu.