Origo skrifaði á dögunum undir samning við MAXHUB um sölu, dreifingu og þjónustu á MAXHUB búnaði á Íslandi. Markmið þeirra er að tengja heiminn með betri samskiptum og samvinnu, eins og segir í tilkynningu.
MAXHUB teymið er nýsköpunardrifið og með áherslu á að þróa samskiptalausnir sem gera nútíma samskipti betri. Með lausnum sínum hafa þau aukið sköpunargáfu og framleiðni teyma um allan heim með því að bjóða upp á fundarherbergi framtíðarinnar í dag. ,,MAXHUB og þær lausnir sem MAXHUB býður upp á eru algjör leikbreytir í því hvernig við setjum upp og notum fundarherbergi og fjarfundabúnað. MAXHUB býður t.d. upp á þráðlausar tengingar við myndavélar og skjái sem gerir allar snúrur óþarfar í herberginu og eru þar með bæði einfaldari í notkun og mun ódýrari í uppsetningu en sá búnaður sem við notum í dag. MAXHUB býður einnig upp á Teams Room lausnir á verði sem við höfum ekki séð áður og því á allra færi að setja upp Teams Room í fundarherberginu,“ segir Einar Örn Birgisson, lausnastjóri Hljóð og mynd hjá Origo. Hljóð- og myndlausnir Origo fengu Steven Wang, svæðistjóra MAXHUB í Evrópu og Vincent Cai lausnaráðgjafa fyrirtækisins í heimsókn í höfuðstöðvar Origo í Borgartúni. Steven Wang segir að teymið sé mjög ánægt með að hafa valið Origo sem samstarfsaðila á Íslandi. Hann segir að sú reynsla og þekking sem Origo og tæknimenn fyrirtækisins hafi af uppsetningu fundaherbergja muni nýtast mjög við innleiðingu á MAXHUB lausnum.