Rétt í þessu fannst jarðskjálfti nokkuð vel á höfuðborgarsvæðinu, sá fyrsti sem undirrituð finnur síðan aðfaranótt laugardags, en blaðamaður er staddur á Digranesheiði í Kópavogi. Kollegi í miðbænum fann skjálftann sömuleiðis vel.
Ekki er búið að sannreyna hversu stór skjálftinn var en undanfarnar klukkustundir hafa aðeins 8 skjálftar af 1742 verið stærri en 3.
Samkvæmt frétt Vísis benda frummælingar til þess að skjálftinn sem reið yfir rétt í þessu hafi verið um 3,7 að stærð og átti hann upptök sín um kílómetra austur af Kleifarvatni.
Samkvæmt fyrstu niðurstöðum birtar á vef Veðurstofunnar var um tvo skjálfta að ræða, annar 3,6 að stærð og hinn 3,4. Upptök skjálftanna voru annars vegar 7,1 km frá Krýsuvík og hins vegar 8,1 frá Krýsuvík.
Samkvæmt staðfestum niðurstöðum Veðurstofunnar var skjálftinn 3,8 að stærð.
Fréttin hefur verið uppfærð