fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Aníta missti sjö vikna gamla dóttur – ,,Ekkert getur fyllt í skarðið sem situr eftir í hjörtum fjölskyldunnar“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 20:30

Aníta Björt ásamt eldri dóttur sinni Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Björt Berkeley er 26 ára einstæð tveggja barna móðir. Í byrjun nóvember lést yngri dóttir hennar, tæplega sjö vikna gömul. Vinkona Anítu hefur stofnað styrktarreikning til að styðja Anítu á þessum erfiða tíma. 

„Kæru vinir. Elskuleg vinkona mín Aníta Björt lenti í þeirri hræðilegu lífsreynslu að missa dóttur sína 4. nóvember síðastliðinn. Litla fullkomna stelpan hennar lést skyndilega á heimili sínu 6 vikna og 6 daga gömul. Sorgin sem situr eftir hjá aðstandendum er án efa meiri en hægt er að gera sér í hugarlund,“ segir Kristjana Dögg Baldursdóttir, sem gaf DV góðfúslega leyfi til að fjalla um söfnunina.

Aníta Björt með dætrum sínum
Mynd: Facebook

„Aníta er einstæð og á einnig aðra dóttur, Maliku Ivý sem er að verða tveggja ára og eru því þungir tímar framundan, bæði andlega og fjárhagslega fyrir þær mæðgur. Í stöðu sem þessari er lítið sem maður getur gert og allt sem maður gerir og segir virðist of lítið. Ekkert getur fyllt í skarðið sem situr eftir í hjörtum fjölskyldunnar.

Mín von er að Aníta og fjölskylda þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á þá miklu og ólýsanlegu sorg sem þau ganga í gegnum núna og hef ég því stofnað styrktarreikning á nafni Anítu og bið ég ykkur sem getið að leggja þeim lið á þessum hræðilegu tímum. Margt smátt gerir eitt stórt.“

Þeir sem geta stutt við mæðgurnar Anítu Björt og Maliku Ivý geta lagt inn á neðangreindan reikning sem er á nafni Anítu Bjartar:

Reikningsnúmer: 0370-22-072677

Kennitala: 201197-2449

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur