Þann 22. nóvember verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði í máli sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir kynferðislega áreitni.
Ákært er vegna atviks sem átti sér stað í lok október árið 2021. Maðurinn er sakaður um að hafa strokið yfir brjóst konu utanklæða á veitingastað á Vestfjörðum. Konan var við störf á staðnum er atvikið átti sér stað.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Konan fer fram á eina milljón króna í miskabætur.