fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Úlfar segir óábyrgt að halda úti starfsemi í Bláa lóninu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist telja það óábyrgt að halda úti starfsemi í Bláa lóninu vegna þeirrar óvissu sem uppi er á Reykjanesi í tengslum við jarðhræringar á svæðinu.

Úlfar sagði þetta í kvöldfréttum RÚV í gær.

Bláa lónið hefur sætt nokkurri gagnrýni að undanförnu þar sem gestir hafa ekki verið upplýstir um að eldgos sé mögulega yfirvofandi á svæðinu. Hefur verið kallað eftir því að lóninu verði lokað á meðan óvissan er jafn mikil og raun ber vitni.

Sjá einnig: Þorvaldur segir að líkurnar á öflugu gosi í Svartsengi fari vaxandi – Gæti náð að Bláa lóninu á 3 mínútum

Ekki gott að heyra

Fréttamaðurinn Arnar Björnsson spurði Úlfar hvort það væri ekki glórulaust að upplýsingagjöfin væri ekki betri en raun ber vitni.

„Það er ekki gott að heyra þetta frá þér. Við þær aðstæður sem uppi eru þá tel ég óábyrgt að halda þarna úti starfsemi, ef við erum að tala um Bláa lónið. Í þessu samhengi er gott að geta þess að starfsemi HS Orku í Svartsengi er í gangi en keyrð á lágmarksmannskap.“

Arnar spurði Úlfar hvort það væri eitthvað sem lögreglan gæti gert.

„Við erum á óvissustigi og munum færa okkur yfir á hættustig ef kvika færist nær yfirborði. Við erum ekki þar í augnablikinu en það breytir því ekki að við þessar aðstæður þá vitum við í raun og veru ekki hvað gerist eða hvort að nokkuð fari úrskeiðis.“

Starfsfólk búið undir mismunandi sviðsmyndir

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að mikil áhersla sé lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir. Búið væri að skipta lóninu upp í tíu rýmingarsvæði og hægt væri að rýma svæðið á innan við klukkustund.

Sjá einnig: Sveinn Gauti vill loka Bláa lóninu: „Ef fólk er í lóninu þá er ekki spurt að leikslokum“

Aðspurð kvaðst hún finna fyrir óöryggi hjá starfsfólki, sérstaklega þeim sem búsettir eru í Grindavík. Þá sagðist hún ekki taka undir með þeim sem gagnrýnt hafa forsvarsmenn Bláa lónsins og sakað þá um græðgi.

„Við höfum valið að fylgja almannavörnum og yfirvöldum sem leiða þessa vinnu alla saman. Við vitum að þeir munu grípa til ráðstafanna ef þurfa þykir. Það hefur líka komið fram að við erum væntanlega komin inn í jarðhræringatímabil og þess þá heldur er mikilvægt að við fylgjum almannavörnum í einu og öllu og treystum þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð