fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

BYKO styrkir Lionsklúbb Kópavogs vegna endurbóta á elsta húsi bæjarins

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. nóvember 2023 10:04

Ómar Þorsteinsson, formaður Lionsklúbbs Kópavogs, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs, við athöfn á Kópavogsbúinu í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BYKO og Lionsklúbbur Kópavogs undirrituðu i gær styrktarsamning vegna endurbóta á íbúðarhúsi Kópavogsbúsins. Viðstödd athöfnina sem fram fór á Kópavogsbúinu voru þau Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO, Ómar Þorsteinsson formaður Lionsklúbbs Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Orri Hlöðversson formaður bæjarráðs og Elísabet Sveinsdóttir forseti bæjarstjórnar, auk annarra góðra gesta.Í tilkynningu kemur fram að Lionsklúbbur Kópavogs hefur um langa hríð unnið ötullega að líknar- og styrktarverkefnum fyrir langveik og fötluð börn í Rjóðrinu í Kópavogi. Nú stendur klúbburinn frammi fyrir sínu stærsta verkefni fram til þessa í þágu barnanna, foreldra þeirra og annarra aðstandenda.Árið 2021 gekk Lionsklúbburinn til samninga við Kópavogsbæ og fékk afhent til umráða íbúðarhús Kópavogsbúsins sem er elsta hús bæjarins og stendur við Kópavogstún 14. Elsti hluti hússins var byggður á árunum 1902–1904 af Erlendi Zakaríassyni steinsmið og eru útveggir þess hlaðnir úr afgangssteinum frá Alþingishúsinu sem var byggt 1880–1881. Íbúðarhúsið, sem er alls um 124 m2 að stærð á tveimur hæðum, var friðað að utan árið 2012 samkvæmt lögum um húsafriðun.Verkefnið sem Lionsklúbbur Kópavogs hefur nú ráðist í snýst um allsherjar endurbætur og uppbyggingu á húsinu þar sem verða innréttaðar tvær íbúðir sem ætlaðar eru til afnota fyrir aðstandendur barna á meðan þau dvelja í Rjóðrinu. Jafnframt er stefnt að því að aðstaðan í húsinu geti nýst aðstandendum þeirra sem dvelja á Líknardeild Landspítalans. ,,Verkefnið er í fullum gangi og unnið er samtímis við endurbætur í báðum íbúðum hússins. Íbúðin á neðri hæðinni hefur verið grafin niður um 70 cm til að fá aukna lofthæð og steypa þurfti sökkul undir íbúðarhúsið sem ekki var til staðar áður. Áætluð verklok eru um mitt ár 2024 á 120 ára afmæli hússins. Vonir standa til að húsið verði vígt á þjóðhátíðardaginn, 17 júní,“ segir Ómar Þorsteinsson, formaður Lionsklúbbs Kópavogs.Varðveita söguminjarBYKO ákvað að leggja Lionsklúbbnum lið og styrkja verkefnið um 10 milljónir króna og eru klúbbfélagar afar þakklátir fyrirtækinu fyrir þennan ómetanlega og rausnarlega stuðning. Einnig hefur BM Vallá ákveðið að styrkja verkefnið ásamt fleiri fyrirtækjum og verktökum í bænum, má þar nefna Högna Guðmundsson múrarameistara sem hefur styrkt verkefnið af rausnarskap. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er á bilinu 80–90 milljónir króna.,,Við hjá BYKO erum full af stolti og um leið ákaflega ánægð með að geta lagt þessu metnaðarfulla og mikilvæga verkefni lið,“ segir Sigurður B. Pálsson forstjóri Byko. „Verkefnið býr yfir þeim fallega tilgangi að skapa húsnæði fyrir fjölskyldur af landsbyggðinni sem eru að styðja við börnin sín í langvinnri baráttu við veikindi, en það á sér um leið svo margar aðrar stórkostlegar hliðar sem snúa að hinu góða sem býr í okkur mannfólkinu. Félagasamtök eins og Lionsklúbbur Kópavogs setja sér mjög háleit markmið og hér má sjá fjölbreyttan hóp fólks, sem býr yfir margs konar hæfileikum, leggjast á eitt um að kljúfa þetta metnaðarfulla verkefni með miklum sóma. Svo er jafnframt verið að varðveita söguminjar með því að koma elsta steinhúsi Kópavogs í sitt upphaflega útlit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“