fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Ökumanns vespu leitað sem keyrði konu niður á Laugavegi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hálfþrjúleytið á föstudagsnótt gerðist það neðarlega á Laugavegi, nálægt Vegamótastíg, að maður á vespu keyrði á fótgangandi konu. Konan skall niður í götuna og þar sem hún lá í götunni tók hún ljósmynd af ökumanni vespunnar, sem eins og myndin ber með sér, var með andlitið hulið.

Konan var flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar og athugunar en reyndist ekki illa slösuð. „Þetta var bara smá hnjast og heilahristingur,“ segir hún í stuttu spjalli við DV .

Aðspurð um hvort þetta hafi verið árás eða aðgæsluleysi hjá ökumanni vespunnar, segir konan: „Bara algjört kæruleysi.“

Kærasti konunnar hefur auglýst eftir vitnum að atvikinu á Facebook. Engu að síður óska bæði nafnleyndar í þessari frétt. Að sögn konunnar hafa nokkur vitni gefið sig fram við hana.

Hún segir lögreglu vita um atvikið en kannski sé erfitt um vik þar sem ekki er vitað hver ökumaðurinn er. „En það eru náttúrulega myndavélar þarna út um allt,“ segir hún.

Aðspurð segist konan áforma að kæra málið formlega til lögreglu á morgun.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, frá og með mánudegi, í síma:  444 1000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT