fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Forngripasali fyrir dóm – Keypti mun á 22 þúsund en seldi á 615 milljónir

Pressan
Laugardaginn 4. nóvember 2023 07:30

Gríman verðmæta er frá Gabon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskur forngripasali hefur verið dreginn fyrir dóm í heimalandinu, sakaður um að hafa svikið eldri hjón sem létu hann meta afríska Ngil-grímu sem hafði verið lengi í eigu fjölskyldunnar. Afi eiginmannsins hafði verið erindreki í Afríku á árum áður og áskotnast gríman þannig.

Hjónin buðu forngripasalanum upp í sumarhús sitt að meta myndina í september 2021. Að endingu ákváðu þau að selja honum grímuna fyrir rúmar 22 þúsund krónur.

Þeim varð síðan ekki um sel þegar að þau lásu um það í dagblaði að forngripasalinn hafi selt grímuna á rúmar 615 milljónir á uppboði í Montpellier nokkrum mánuður síðar.

Heldur forngripasalinn því fram að hann hafi ekki vitað um raunverulegt verðmæti grímunnar þegar hann keypti hana af hjónunum.

Málið hefur vakið nokkra athygli á erlenda vísu enda hafa yfirvöld í Gabon, þaðan sem gríman verðmæta, er, farið fram á sakamálarannsókn í ljósi þess að þau telja að um einstök menningarverðmæti sé að ræða og að grímunni hafi verið stolið úr landi.

„Hún er sjaldgæfari en málverk eftir Leonardo da Vinci,“ sagði sérfræðingur við franska miðla.

Gert er ráð fyrir að niðurstaða í dómsmálinu muni liggja fyrir í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“