Hjónin Lisa Kepner Elíasson og Magnús Elíassson eru búsett a Vopnafirði. Þau eiga átta börn á aldrinum fjögurra til 18 ára. Landsmenn kynntust fjölskyldunni í þáttunum Tvíburar sem sýndir voru á RÚV, en hjónin eiga þrenna tvíbura, fjögurra, tíu og ellefu ára. Elstu börnin tvö eru síðan 16 og 18 ára.
Lisa hefur fengið þær hræðilegu fréttir að hún sé með æxli við heila sem virðist stækka hratt. Hún er á leið í aðgerð í næstu viku og hafa vinir hennar sett af stað söfnun til að létta undir með fjölskyldunni.
Söfnunin er á GoFundMe og gaf Lisa DV góðfúslega leyfi til að deila heinni. Textinn þar er á ensku, sem hér fer á eftir, þýddur af blaðamanni, í heild sinni:
„Hæ, ég heiti Lilja og er að safna fyrir góða vini mína Lísu og Magga. Fyrir þremur árum greindist Lisa með stórt heilaæxli. Hún er mamma átta barna, þar af sex tvíburar á aldrinum 11, 10 og fjögurra. Elstu tvö hennar eru 18 og 16 ára.
Ég get ekki hugsað mér einhvern sem á meira skilið hjálp. Þau eru besta og umhyggjusamasta fjölskylda sem ég þekki. Þeir eru svo sterk og hafa komist í gegnum svo margt nú þegar. Í sumar stækkaði æxlið hennar Lísu fimm sinnum hraðar en búist var við og þarf hún að fara í höfuðbeinaskurð 7. nóvember 2023.
Eiginmaður hennar er eina fyrirvinna tíu manna fjölskyldu. Þau borga fyrir tvö börn í heimavistarskóla, tvö í leikskóla, og skólamat og íþróttir fyrir elstu tvö tvíburasettin. Okkur langar að hjálpa til við að létta fjárhagslega byrði þessarar fjölskyldu.
Það er löng leið til bata og Lisa er háð ástríkum eiginmanni sínum Magga. Að hjálpa þeim peningalega mun létta fjárhagslegu byrðina svo þau geti einbeitt sér að bata og fjölskyldunni.
Allt sem þú getur lagt til hjálpar. Ég er vongóð um að ná að safna 20 þúsund dölum [rúmar 2,7 milljónir króna] og draumurinn væri auðvitað að ná að safna meira ef framlög fara fram úr væntingum.
Heimilið þeirra þarfnast viðhalds og rausnarlega gjöfin sem við getum fært þessari fjölskyldu er að minnka áhyggjur þeirra svo þau geti veitt börnum sínum gott heimili með bestu fjölskyldunni. Þakka þér fyrir að lesa til um fjölskylduna.“
Þeir sem vilja styðja við Lisu og fjölskyldu hennar geta lagt inn á neðangreindan reikning, sem er á nafni Lisu:
Kennitala: 091180-4219
Reikningur: 0569-26-2222