fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Landsréttur breytti dómi úr líkamsárás í nauðgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. nóvember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur breytti í dag sakfellingu yfir manni, sem var fundinn sekur í héraði um líkamsárás gegn fyrrverandi vini sínum. Í héraðsdómi var athæfi hans flokkað undir líkamsárás en Landsréttur fellir það undir líkamsárás og nauðgun.

Atvikið átti sér stað í mars árið 2020. Hinn ákærði elti vin sinn með kúlublys á lofti og skaut því í bak honum. Elti hann manninn áfram upp á Arnarnesveg og hrinti honum. Við það féll brotaþoli fram fyrir sig en ákærði hélt honum niðri og setti fingur í endaþarm hans.

Maðurinn krafðist frávísunar málsins fyrir Landsrétti en í niðurstöðu Landsréttar segir:

Ákærði reisir frávísunarkröfu sína á því að óheimilt hafi verið að taka málið upp á grundvelli 3. mgr. 57. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála eftir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hætti rannsókn 17. ágúst 2020. Samkvæmt ákvæðinu þurfi það skilyrði að vera uppfyllt að ný sakargögn séu fram komin eða líklegt að þau komi fram. Svo hafi ekki verið. Ákæruvaldið mótmælir þessum málatilbúnaði ákærða og telur skilyrði 3. mgr. 57. gr. hafa verið uppfyllt og lögreglu því verið heimilt að taka rannsókn málsins upp að nýju.“

Landsréttur telur endaþarmsárásina fullsannaða

Í dómnum segir ennfremur að framburður brotaþolans hefði verið trúverðugri en ákærða en um málsatvik segir meðal annars þetta:

„Svo sem getið er í hinum áfrýjaða dómi var kunningsskapur með ákærða og brotaþola er atvik máls gerðust og hefur ekkert komið fram um að brotaþoli hafi þá borið illan hug til ákærða. Þá er upplýst að strax á vettvangi aðfaranótt 19. mars 2020 bar brotaþoli ákærða sökum um að hafa sett fingur í endaþarm sinn og hefur sá framburður brotaþola verið staðfastur síðan. Fær framburður brotaþola að sínu leyti stoð í fyrirliggjandi upptökum úr búkmyndavélum lögreglu og framlögðum læknisfræðilegum gögnum er lúta að andlegu heilsufari brotaþola. Framburður ákærða hvað þetta atriði varðar hefur aftur á móti ekki verið stöðugur og hefur ákærði ekki gefið trúverðugar skýringar á þeim breytingum sem framburður hans hefur tekið að þessu leyti. Dregur það úr gildi framburðar ákærða við mat á sönnun í málinu. Að framansögðu áréttuðu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður því slegið föstu, gegn neitun ákærða,að með stöðugum og trúverðugum framburði brotaþola og því sem honum er til stuðnings sé fram komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008,um að ákærði hafi á þeim stað og tíma sem í ákæru greinir haldið brotaþola niðri og sett fingur í endaþarm hans.“

Í dómi héraðsdóms var því hafnað að um kynferðisbrot væri að ræða og ásetningur ákærða hefði ekki staðið til þess. Var það niðurstaða héraðsdóms að lýsa brotinu sem niðurlægjandi og meiðandi líkamsárás.

Þessu var ákæruvaldið og á endanum Landsréttur ekki sammála:

„Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að virða beri háttsemi ákærða sem önnur kynferðismök en samræði í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga og að með henni hafi hann gerst sekur um nauðgun. Ákærði hafnar þeim málatilbúnaði ákæruvalds og telur með öllu ósannað að kynferðislegur tilgangur hafi búið að baki háttseminni.“

Landsréttur dæmdi manninn í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi, til að greiða tæplega 2,2 milljónir króna í málskotnað í héraði og rúmlega 1,8 milljónir króna í áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks