fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Óhugnanlegt mál fyrir dóm: Níddist á barni í ellefu ár

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 14:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. nóvember verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í afar viðamiklu og óhugnanlegu barnaníðsmáli. Maður er þar sakaður um fjölmörg brot gegn stúlkubarni yfir 11 ára tímabil, frá 2001 til 2012.

Aldur stúlkunnar er ekki gefinn upp í nafnhreinsaðri ákæru héraðssaksóknara til fjölmiðla en ráða má af ákæruliðum, þar sem meðal annars er ákært fyrir barnaverndarlagabrot, að stúlkan hafi verið undir lögaldri allt tímabilið. Það er þó ekki staðfest.

Ákæruliðirnir eru alls sex en í þeim fyrsta er maðurinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í ótilgreindan fjölda skipta á tímabilinu 2001 til 2005 haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna á heimili mannsins. Er maðurinn þar sagður hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað. Brotin í þessum ákærulið eru afar gróf.

Í öðrum ákærulið er maðurinn sakaður um að hafa berað sig fyrir stúlkunni og sýnt henni klámfengið myndefni, „sem sýndi fólk meðal annars hafa samræði og sagt henni að þetta myndu þau gera einn daginn,“ eins og segir í ákæru.

Í þriðja ákærulið er maðurinn sakaður um tilraun til að nauðga stúlkunni árið 2007, auk þess að gefa henni áfengi. Átti þessi háttsemi sér stað á heimili mannsins en stúlkan flúði undan manninum og læsti sig inni á baðherbergi íbúðarinnar.

Í fjórða ákærulið segir að maðurinn hafi frá hausti 2007 og fram í janúar 2008 nauðgað stúlkunni með því að nýta sér yfirburði hennar og traust hennar og trúnað.

Í fimmta lið er maðurinn ákærður fyrir fjölda tilvika af kynferðislegri áreitni við stúlkuna á árunum 2007 til 2012, meðal annars með káfi og sendingum á kynferðislegum SMS-skilaboðum.

Í sjötta og síðasta ákærulið er maðurinn sakaður um tilraun til nauðgunar gegn stúlkunni í bíl. Reyndi hann meðal annars að láta stúlkuna hafa við sig munnmök er hann tók út getnaðarlim sinn og þrýsti höfði hennar niður að honum.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd stúlkunnar er gerð krafa um miskabætur upp á sjö milljónir króna.

Sem fyrr segir verður aðalmeðferð í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 15. nóvember. Þinghald verður lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks