fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Bretar búa sig undir ógurlegt óveður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 07:55

Íbúar á vissum svæðum gætu átt von á flóðum. Þessi mynd var tekin í Rotherham þann 23. október síðastliðinn eftir að óveður gekk yfir Bretlandseyjar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar eru búnir undir það versta vegna óveðurs sem á að skella á í dag og ekki ganga niður fyrr en á föstudag. Óveðrinu, sem hefur fengið nafnið Ciaran, á að fylgja mikill vindur og úrkoma.

Viðvaranir eru í gildi víða og á það til dæmis við um svæði sem alla jafna eru í þokkalegu skjóli fyrir veðri og vindum. Þannig er búist við óvenju miklum vindi í Lundúnum á morgun og talsverðri úrkomu. Þar sem versta veðrið verður gæti vindur farið í 35 metra á sekúndu en þetta á einkum við um svæði við ströndina.

Búist er við því að samgöngur fari úr skorðum og gætu lestaferðir fallið niður. Þá hefur flugfélagið Ryanair varað við því að flugferðir til og frá Írlandi gætu fallið niður eða þeim í það minnsta seinkað. Búist er við flóðum á vissum stöðum og eru ökumenn hvattir til að fara að öllu með gát.

Breska veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna yfirvofandi óveðurs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti