Viðvaranir eru í gildi víða og á það til dæmis við um svæði sem alla jafna eru í þokkalegu skjóli fyrir veðri og vindum. Þannig er búist við óvenju miklum vindi í Lundúnum á morgun og talsverðri úrkomu. Þar sem versta veðrið verður gæti vindur farið í 35 metra á sekúndu en þetta á einkum við um svæði við ströndina.
Búist er við því að samgöngur fari úr skorðum og gætu lestaferðir fallið niður. Þá hefur flugfélagið Ryanair varað við því að flugferðir til og frá Írlandi gætu fallið niður eða þeim í það minnsta seinkað. Búist er við flóðum á vissum stöðum og eru ökumenn hvattir til að fara að öllu með gát.