Sjúkrabílar, lögreglubílar og lögreguhjól eru á vettvangi við Ásvallalaug í Hafnarfirði. Í samtali við DV staðfesti Helgi Guðmundsson lögreglufulltrúi að aðgerð lögreglu væri í gangi en neitaði að tjá sig um hvers eðlis hún væri eða hvað hefði gerst.
Vegfarandi tók meðfylgjandi mynd af vettvangi.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er um umferðarslys að ræða. Tilkynningin er eftirfarandi:
„Alvarlegt umferðarslys varð við Ásvelli í Hafnarfirði nú síðdegis, eða á sjötta tímanum.
Viðbragðsaðilar eru við störf á vettvangi, en lokað er fyrir umferð við slysstaðinn og í næsta nágrenni hans.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“