fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Lögmaður B segir skaðabótamál í kortunum eftir að staðurinn fékk á sig 6 vikna lokun – Sverrir brattur og tekur yfir klúbb í London

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. október 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir helgi afturkallaði sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu starfsleyfi skemmtistaðarins B við Bankastræti, sem áður hét B5 og síðar Bankastræti Club, í sex vikur, frá og með 27. október að telja. Starfsleyfið er afturkallað á grundvelli þess að eftirlit lögreglu með staðnum hafi leitt í ljós að of margir hafi verið inni á staðnum í einu og þar hafi verið ungmenni sem ekki höfðu leyfi til að vera á staðnum.

Eigandi staðarins, Sverrir Einar Eiríksson, segir embættismenn hafa gengið fram af ofríki í málinu. Hann segir í samtali við DV:

„Við hörmum hvernig embættismenn hafa gengið fram af ofríki í garð staðar okkar í Bankastræti. Markmið okkar er hins vegar bara að eiga í góðu samstarfi við yfirvöld, halda staðnum opnum og tryggja með því bæði atvinnu þeim fjölmörgu sem að rekstrinum koma og gleðja gesti sem augljóslega kunna að meta staðinn. B5 er á stuttum tíma orðinn langvinsælasti skemmtistaður landsins. Við hlökkum til að opna dyr okkar aftur og notum tímann til að gera staðinn enn betri.ׅ“

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris, segir:

„Í fyrsta lagi hefur lögreglan farið algerlega offari í aðgerðum sínum. Í stað þess að óeinkennisklæddir lögreglumenn fari inn á staðinn mætir þar her einkennisklæddra lögreglumanna sem setja alla starfsemi úr skorðum. Sýslumaður síðan þverbrýtur meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem hann á að starfa eftir með því að gefa umbjóðanda mínum ekki áminningu áður og kost á því að bæta úr því sem mifarist hefur, sem er ein af grundvallarreglunum.“

Sveinn Andri segir að þessi framganga yfirvalda í málefnum skemmtistaðarins geti skapað ríkinu bótaskyldu, vegna þess tjóns sem leyfissviptingin veldur.

Sverrir tekur yfir stað í London

„b5 opnar nýr endurbættur þann 8 desember, í millitíðinni er ég heima hjá mér í London og er m.a. að kaupa einn flottasta næturklúbb í miðbæ London,“ segir Sverrir og er hvergi af baki dottinn.

Myndin sem fylgir fréttinni er tekin innan úr nýja staðnum hans í London. Sverrir er þó ekki tilbúinn að gefa upp nafn staðarins en segir:

„Já, ég er að kaupa klúbb sem er í rekstri og ætla að breyta aðeins um markaðssetningu á honum, m.a. um nafn.“ Segir hann að klúbburinn komi til með að heita NR1 en er ekki tilbúinn að gefa upp hvað staðurinn heiti núna, ekki strax.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð