Smartland greinir frá að hjónin hafi greitt 367 milljónir fyrir fasteignina, eða 897 þúsund krónur fyrir fermetrann. Húsið er 409 fm á tveimur hæðum og keyptu hjónin það af Lilju Aðalsteinsdóttur lögfræðingi og Þór Haukssyni fjárfesti sem keyptu húsið árið 2019 á 160 milljónir króna.
Lilja og Þór réðust í töluverðar endurbætur á húsinu, sem hannað er af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt og að innan af innanhússarkitektinum Guðbjörgu Magnúsdóttur.