fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Handtekinn ölvaður með haglabyssu og fleiri skotvopn í aftursætinu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. október 2023 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert gekk á hjá lögreglu frá klukkan 18 í gærkvöldi og til tíu í morgun. Alls voru sjö einstaklingar vistaðir í fangaklefa yfir nóttina og þá voru átta stöðvaðir í akstri grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Einn aðili var handtekinn í hverfi 109 eftir að höfð voru afskipti af honum vegna ölvunar við bifreiðina hjá sér. Kom þá í ljós að hann var með haglabyssu í aftursætinu sem var ótryggð , einnig var annað skotvopn í bifreiðinni ásamt nokkur magni skotfæra. Var sá vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Þá var tilkynnt um hópslagsmál við skemmtistað í Grafarvogi og var dyravörður með einn í föstum tökum þegar lögreglu bar að. Sá reyndist vera vopnaður hníf. Einum var ekið á slysadeild til skoðunar.

Einn aðili var handtekinn í miðbænum vegna kynferðislegs áreitis. Hann er sagður hafa verið víðáttuölvaður í dagbók lögreglunnar og gat hann hvorki gefið upp nafn né aðrar persónuupplýsingar. Var hann vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Tilkynnt var um eld í bifreið á Barónstíg en tvær bifreiðar eyðilögðust í eldsvoðanum og sú þriðja skemmdist töluvert. Ekki er vitað um eldsupptök en málið er í rannsókn.

Þá var einn aðili handtekinn í miðbænum eftir að hafa átt í útistöðum við lögreglumann og sparkað í lögreglubifreið svo tjón hlaust af. Reyndist hinn handtekna vera með fíkniefni á sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?