fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Fullyrða að Rússar taki eigin hermenn af lífi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. október 2023 14:00

Frá vígvellinum í Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn fullyrða að Rússar hafi tekið einhverja af sínum eigin hermönnum af lífi fyrir að hafa óhlýðnast skipunum. Þá hafi heilu herdeildunum verið hótað lífláti ef þær leggi á flótta undan stórskotahríð Úkraínuhers.

CNN greinir frá þessu. John Kirby, talsmaður Þjóðaröryggisráðs Hvíta Hússins, fullyrti þetta án þess að koma með frekari sannanir fyrir þeim fullyrðingum. Sagði hann hegðun Rússa vera „villimannslega“.

Rússar hafa verið í sókn í austurhluta Úkraínu og hafa harðir bardagar geysað. Úkraínumenn greindu frá því að þeir hefðu stöðvað áhlaup Rússa við borgina Avdiivka og stráfellt fjölda rússneskra hermanna.

„Hermenn okkar stöðvuðu þá og hjuggu stór skörð í lið andstæðinganna,“ sagði Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti í ávarpi í gær.

Í áðurnefndri umfjöllun CNN kemur þó fram að ekki hafi tekist að finna sannanir fyrir fullyrðingum forsetans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“