fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Myndband í dreifingu af handtöku í Breiðholti – „Ég meisa þig. Stoppaðu!“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. október 2023 22:57

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af handtöku ungs manns í Breiðholti er í dreifingu á samfélagsmiðlinum Tiktok. Notandinn Íslenskt rugl dreifði myndbandinu en miðað við texta yfir myndbandinu virðist notandinn ekki vera mikill aðdáandi laganna varða.

Í myndbandinu má sjá lögreglumann elta pilt á harða hlaupum og hóta því að spreyja á hann piparúða ef hann stoppi ekki.  „Ég meisa þig! Stoppaðu!“ öskrar lögreglumaðurinn og virðist sem honum takist að hafa hendur í hári piltsins. Skömmu síðar koma svo tveir kollegar honum til aðstoðar.

Myndbandið virðist vera tekið upp við Breiðholtslaug en DV hefur ekki frekari upplýsingar um málið. Í athugasemdum við myndbandið er ýjað að því að pilturinn hafi gerst sekur um vopnalagabrot.

Hér má sjá myndbandið á Tiktok:

@islenskt.rugl Lögreglan eltir strák sem reynir að flýja😱🚨 #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #fyp ♬ original sound – Íslenskt Rugl

Veist þú meira um málið? Sendu okkur ábendingu á netfangið ritstjorn@dv.is. Fullum trúnaði heitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?