Myndband af handtöku ungs manns í Breiðholti er í dreifingu á samfélagsmiðlinum Tiktok. Notandinn Íslenskt rugl dreifði myndbandinu en miðað við texta yfir myndbandinu virðist notandinn ekki vera mikill aðdáandi laganna varða.
Í myndbandinu má sjá lögreglumann elta pilt á harða hlaupum og hóta því að spreyja á hann piparúða ef hann stoppi ekki. „Ég meisa þig! Stoppaðu!“ öskrar lögreglumaðurinn og virðist sem honum takist að hafa hendur í hári piltsins. Skömmu síðar koma svo tveir kollegar honum til aðstoðar.
Myndbandið virðist vera tekið upp við Breiðholtslaug en DV hefur ekki frekari upplýsingar um málið. Í athugasemdum við myndbandið er ýjað að því að pilturinn hafi gerst sekur um vopnalagabrot.
@islenskt.rugl Lögreglan eltir strák sem reynir að flýja😱🚨 #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #fyp ♬ original sound – Íslenskt Rugl
Veist þú meira um málið? Sendu okkur ábendingu á netfangið ritstjorn@dv.is. Fullum trúnaði heitið.