fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Lögreglan þóttist leita að syni hennar sem hvarf – Vissu allan tímann um raunveruleg örlög hans

Pressan
Fimmtudaginn 26. október 2023 20:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bettersten Wade á seint eftir að treysta lögreglunni í Jackson Mississippi aftur. Mánuðum saman stóð hún í þeirri trú að lögreglan væri að gera sitt besta til að hafa upp á syni hennar. Sú trú reyndist á sandi byggð. Lögreglan hafði þvert á móti dregið hana á asnaeyrunum til að bjarga eigið rassgati.

Sonur hennar, Dexter Wade, skrapp út með vini sínum snemma í mars. Það var í síðasta sinn sem Bettersten sá miðjubarn sitt, sem var 37 ára gamall. Þegar hún náði ekki í son sinn aftur leitaði hún til lögreglu. Lögreglan sagðist í kjölfarið hafa leitað hans, án árangurs. Eitthvað sem vissulega gerist og er alltaf jafn dapurlegt, bæði fyrir aðstandendur og lögreglu. En staðan var önnur í þessu máli, eins og Bettersten áttaði sig á 172 eftir að Dexter hvarf.

Dexter var dáinn. Hann varð fyrir bíl tæplega klukkustund eftir að hann fór að heiman í mars. Þetta vissi lögreglan allan tímann, enda varð það lögreglubíll sem banaði honum. Dexter hafði því allan tímann legið inni í líkhúsi lögreglu. Það þrátt fyrir að lögreglu hafi umsvifalaust verið ljóst hver hinn látni var. Þegar Bettersten fékk loks að vita sannleikann var búið að koma Dexter fyrir í ómerktri gröf.

Gröf númer 672

Lögreglumaðurinn sem var við stýri þegar Dexter lést var ekki á vakt. Hann tilkynnti strax um áreksturinn, en var ekki látinn sæta neinni ábyrgð. Lyfjaglas fannst í vasa Dexter þar sem lesa mátti nafn hans.

Á meðan Bettersten auglýsti eftir syni sínum á samfélagsmiðlum og reyndi að hreyfa við rannsókn lögreglu, sagði rannsóknarlögreglumaður að ekki hafi tekist að komast í samband við aðstandendur hins látna. Þegar Bettersten hringdi í lögreglu að spyrja um gang rannsóknarinnar, var sonur hennar í líkhúsinu.

„Þeir leyfðu mér að leita hans allan þennan tíma, þó þeir vissu hvar hann væri.“

NBC fréttastofan ræddi við Bettersten um þetta hörmulega mál við ómerkta gröf, auðkennd með engu öðru en númerinu 672. Hún vinnur nú að því að safna peningum svo hægt sé að koma syni hennar í vígða mold, undir hans eigin nafni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Talaði Trump af sér?