Þann 25. október var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn manni sem sakaður er um kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Brotin voru framin með einkaskilaboðum á Snapchat.
Maðurinn er annars vegar ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot með því að hafa í lok ágúst árið 2021 sent stúlku undir 18 ára aldri mynd af getnaðarlim sínum og viðhaft kynferðislegt tal við hana.
Þann 10. júlí sama ár er maðurinn sakaður um að hafa áreitt aðra stúlku undir lögaldri kynferðislega með því að hafa viðhaft kynferðislegt tal við hana.
Maðurinn afplánar nú dóma í öðrum málum í fangelsinu Hólmsheiði en ekkert bendir til að hann hafi setið inni þegar þessi brot voru framin.
Fyrir hönd hvorrar stúlku um sig er krafist miskabóta upp á eina milljóna króna eða samtals tveggja milljóna króna.