fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Alexandra viðrar óvinsæla skoðun um útspil Haralds og fordæminguna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. október 2023 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það síðasta sem við ættum að gera er að láta körlum sem vilja styðja við okkar baráttu líða eins og þeir geti ekki gert neitt rétt,“ segir borgarfulltrúinn Alexandra Briem um þá gagnrýni sem athafnamaðurinn Haraldur Þorleifsson fékk á sig í gær fyrir þá hugmynd að fá fræga einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns starfsmenn sína á kaffihúsinu Anna Jóna.

Haraldur greindi frá þeirri fyrirætlan sinni að fá þjóðþekkta einstaklinga í afleysingar á meðan á kvennaverkfallinu stæði. Baráttukonan Sóley Tómasdóttir fordæmdi hugmyndina og frábað sér það að vel meinandi karlmenn féllu í þá freistni að láta verkfallið snúast um sig. Þetta væri uppreisn kvenna gegn kerfislægu misrétti og ekki megi nota það til að „hæpa einhverja gúddí gæja“.

Haraldur tók gagnrýnina til sín og hætti við hugmynd sína. Sagðist hann í yfirlýsingu hafa séð að sér eftir að hafa rætt málið við mörg sem sögðu óviðeigandi að karlar eins og hann fengju athygli á degi sem snúast eigi um mismunum og ofbeldi gegn konum. Konur hafi sagt honum að hann væri ekki að hjálpa heldur þvert á móti.

Alexandra Briem veltir því fyrir sér í færslu á Facebook hvort að gagnrýnin á Harald væri verðskulduð. Þarna væri áhrifamikill maður að reyna sitt besta til að styðja við konur bara til að fá skammir í hattinn fyrir vikið. Þetta geti sent þau skilaboð til karlmanna að konur kæri sig ekki um stuðninginn og að þeir geti ekki gert neitt rétt.

„Kannski pínu óvinsæl skoðun, en mér finnst svolítið að þegar hópur er að berjast fyrir jafnrétti þá sé betra að fagna því þegar fólk utan hópsins vill taka þátt og hjálpa okkur að berjast, frekar en að skammast í þeim fyrir að draga að sér athygli eða gera þetta um sig, sem ég held ekki að sé tilgangurinn. Að minnsta kosti tel ég mig þekkja muninn þegar svo er.

Það er kannski bara annað sjónarhorn sem ég hef af að tilheyra líka minni og jaðarsettari hópum. Trans fólk t.d. stæði mun veikar ef við hefðum ekki samstöðu annars hinsegin fólks til að styðja við okkur, og hinsegin samfélagið almennt er líka sterkara fyrir það að fólk utan þess stendur með okkur og er bandamenn.

Ég skil það að kvennabaráttan er brennd af átroðningi karla, en margir þeirra hafa í gegnum tíðina verið mikilvægir bandamenn, ekki síst framan af.

Það síðasta sem við ættum að gera er að láta körlum sem vilja styðja við okkar baráttu líða eins og þeir geti ekki gert neitt rétt, eins og við viljum ekki þeirra stuðning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni