Terra umhverfisþjónusta styður heilshugar við baráttuna við kynbundnu ofbeldi og kerfisbundnu launamisrétti sem er yfirskrift fyrirhugaðs kvennaverkfalls. Til að sýna stuðning sinn í verki hvetur Terra umhverfisþjónusta konur sem starfa hjá fyrirtækinu til að taka þátt í kvennaverkfallinu og leggja niður störf á morgun, á kvennafrídaginn. Þær konur sem leggja niður störf á morgun verða ekki fyrir tekjutapi.
Tilgangur Terra umhverfisþjónustu er að stuðla að sjálfbærni með því að hvetja og auðvelda viðskiptavinum okkar að safna og flokka. Fyrirtækið hefur sinnt þessu hlutverki í 40 ár og hjá því starfa rúmlega 250 manns á starfsstöðvum víðsvegar um landið. ,,Við hjá Terra umhverfisþjónustu leggjum áherslu á að starfsfólk okkar njóti jafnréttis og erum meðal annars ávallt að leita leiða til að jafna hlutföll kynja í fyrirtækinu. Í dag eru konur um 15% af okkar starfsfólki. Á síðasta ári fjölgaði konum úr 10% í 15% og konur sem millistjórnendur fjölgaði úr 23% í 40% hjá fyrirtækinu. Við viljum öll vera metin að verðleikum, óháð kyni og hafa jöfn tækifæri. Við leggjum áherslu á jafnréttis- og jafnlaunastefnu í okkar starfsemi og verið jafnlaunavottuð frá árinu 2020. Við viljum hvetja aðra til að sýna stuðning sinn í verki við konur og kvár á kvennafrídaginn“, segir Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar.