„Það er alveg viðbúið að skólum verði lokað og þá sérstaklega leikskólum,“ segir Helgi í samtali við Morgunblaðið í dag. Kvennafrídagurinn er á þriðjudag, 24. október, og hefur verið boðað til verkfalls í tilefni dagsins. Konur eru í miklum meirihluta starfsfólks á skóla- og frístundasviði borgarinnar.
Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að í leikskólum séu 2.052 konur af 2.286 starfsmönnum, eða 90%, en í grunnskólum er hlutfall kvenna meðal starfsfólks lægra, eða 77%.
Helgi segir skólastjórnendur þurfa að ákveða hvernig starfseminni verður háttað í hverjum skóla fyrir sig og það ráðist af hlutfalli karlmanna meðal starfsfólks.