Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á Breiðholtsbraut í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar tvær bifreiðar rákust saman á móts við Vatnsenda, en þeim var ekið úr gagnstæðri átt. Tilkynning um slysið barst kl. 23.33 og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild, en annar þeirra er alvarlega slasaður.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.