fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Íslendingur í fangelsi á Spáni vegna meints heimilisofbeldis – Eiginkonan segir hann saklausan og að annar maður hafi ráðist á hana

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. október 2023 13:00

Már Valþórsson og Sandra Björk Gunnarsdóttir/Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður, Már Valþórsson, er nú í haldi lögreglu á Spáni, grunaður um heimilisofbeldi og bíður dóms. Sandra Björk Gunnarsdóttir, eiginkona Más, fullyrðir hins vegar í samtali við DV að Már sé hafður fyrir rangri sök. Íslenskur vinur hjónanna sé sá sem hafi ráðist á hana en spænska lögreglan hafi ekki tekið mark á henni og handtekið eiginmanninn. Sandra fordæmir starfshætti spænsku lögreglunnar en eiginmaður hennar á nú yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm.

Að sögn Söndru hafa hjónin dvalið á Spáni undanfarið. Þau séu núna stödd á eyjunni Gran Canaria, sem er hluti af Kanaríeyjum, en þegar ráðist hafi verið á hana, í júní síðastliðnum, hafi þau dvalið í Orihuela Costa sem er í nágrenni Alicante, á meginlandi Spánar.  Það kom hjónunum í opna skjöldu þegar lögreglan bankaði upp á og handtók Má síðastliðinn sunnudag.

Eins og áður segir fullyrðir Sandra að Már sé hafður fyrir rangri sök, hann hafi ekki einu sinni verið heima við þegar einn besti vinur þeirra réðst á hana.  Árásin hafi verið svo hrottaleg að hún hafi þurft að vera í öndunarvél um tíma og verið haldið sofandi. Már var handtekinn strax eftir árásina en var sleppt úr haldi eftir viku og sagði lögreglan að hann væri saklaus af árásinni. Það hafi því eins og áður sagði komið þeim í opna skjöldu þegar lögreglan bankaði upp á síðastliðinn sunnudag og handtók Má.

Auk þess að vera tekinn höndum var Már úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart Söndru sem hún fullyrðir að hafi alls ekki verið samkvæmt hennar vilja. Þegar fréttamaður DV ræddi við hana fyrr í dag sagðist hún vera á leið fyrir dóm til að fá nálgunarbanninu hnekkt. Hún segir spænsku lögregluna ekki hafa tekið neitt mark á orðum sínum um að Már hefði ekki ráðist á hana heldur vinur þeirra hjóna.

„Þeir hafa ekki hlustað á mig í eina einustu sekúndu.“

Þá segir hún Má ekki hafa hlotið góða meðferð í varðhaldinu og að honum hafi meðal annars verið neitað um mat.

Már Valþórsson og Sandra Björk Gunnarsdóttir/Facebook

Ber lögreglunni ekki vel söguna – Segir ráðuneytið ekki vilja hjálpa

Sandra segir að lögregluembætti sem kallast Guardia Civil og starfar á landsvísu á Spáni hafi komið að málinu. Hún vandar embættinu ekki kveðjurnar og segir það þekkt fyrir mannvonsku. Staðarlögreglan, Policia Local, hafi þó einnig komið að málinu.

Þá segist Sandra hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslensku utanríkisþjónustunni.

„Íslenska utanríkisráðuneytið vill ekkert fyrir mig gera. Ég talaði við þá í gær og það var bara sorrí við getum ekkert gert.“

Sandra segir að hún hafi haft upp á túlk sem ætlaði að fylgja henni í dómshúsið þar sem eins og áður segir hún ætlaði að leitast við að fá nálgunarbanni Más hnekkt. Hvorugt þeirra sé spænskumælandi. Hún segir að ætlun þeirra hafi verið að dvelja tímabundið á Spáni. Þau eigi lögheimili á Íslandi.

Sandra segir að þegar árásin átti sér stað hafi Már verið staddur á bar í nágrenninu og hafi verið handtekinn þar. Árásin hafi hins vegar átt sér stað á dvalarstað þeirra. Vinur þeirra, sem er einnig Íslendingur og sé sá sem ráðist hafi á hana, hafi hins vegar sloppið alfarið.

„Hann slapp við allt. Samt kærði ég hann en þeir vilja ekki hlusta á það fyrir fimmaur.“

Sandra segir að umræddur vinur þeirra hafi snúið aftur til Íslands. Hún segir manninn vera í fíkniefnaneyslu en hún fullyrðir að hvorki hún né Már séu í sama fari. Sandra segist ætla að leggja fram kæru hér á landi á hendur vininum sem hún sakar um að hafa ráðist á sig. Hún á bókaðan tíma í kærumóttöku hjá lögreglu.

DV hefur sent fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna málsins og bíður svara.

Uppfært kl. 14:45

Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn DV segir að ráðuneytið viti af þessu máli, en veiti sem fyrr ekki upplýsingar um einstök mál.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð