Samkvæmt frétt Kyiv Post þá hafa rúmlega 40 rússneskir hermenn verið drepnir af úkraínskum föðurlandsvinum í borginni. Eitrun hefur orðið flestum þeirra að bana.
Í nýjustu aðgerð föðurlandsvinanna létust 26 hermenn og 15 þurftu á aðhlynningu á sjúkrahúsi að halda.
„Þetta eru aðgerðir föðurlandsvina. Þetta er hægt vegna hreyfingar á fólki og vegna þess að „orkarnir“ (niðurlægjandi orð um Rússa, innsk. blaðamanns) eru heimskir,“ hefur miðillinn eftir heimildarmanni sem sagði að Rússunum hafi verið byrlað eitur og séu kokkarnir öruggir nú, sem og fjölskyldur þeirra. Hann sagði einnig að í sumar hafi fimm rússneskir hermenn drukknað í Maríupól eftir að hafa drukkið eitrað áfengi.