fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

„Ég get svo svarið það, ég held ég hafi séð nauðgun“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. október 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur karlmaður, Kerry Calvin Casag, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Flórída fyrir nauðgun.

Kerry þessi var bílstjóri Uber-leigubílaþjónustunnar þegar hann ók fram á konu sem virtist vera í miklu uppnámi í september 2021. Konan hafði orðið fyrir kynferðisbroti og taldi hún að Kerry myndi bjarga henni frá árásarmanninum. Það gerði hann vissulega en í stað þess að koma henni í öruggt skjól braut Kerry sjálfur á henni.

Í frétt Miami Herald kemur fram að konan hafi óttast mjög um öryggi sitt í bílnum þegar Kerry byrjaði að tala við hana um kynlíf. Brá konan á það ráð að stökkva út en ekki vildi betur til en svo að Kerry elti hana og braut gegn henni við þekkt kennileiti í Key West.

Svo vildi til að vefmyndavél náði atvikinu á myndband og réði algjör tilviljun því að starfsmaður neyðarlínunnar í Boston, rúmum 2.500 kílómetrum í burtu, var að horfa á beina útsendingu frá umræddri vefmyndavél. Hann hafði sjálfur samband við neyðarlínuna þar sem hann lýsti því sem hann sá.

Sagðist hann hringja frá Boston og vera að horfa á umrædda vefmyndavél. „Þetta kann að hljóma ótrúlega en ég get svo svarið það, ég held ég hafi séð nauðgun,“ sagði hann.

Lögregla fann konuna sem varð fyrir árásinni og kom henni undir læknishendur. Það gekk heldur hægar að hafa upp á árásarmanninum en það hafðist að lokum.

Kerry átti yfir höfði sér 25 ára fangelsi vegna málsins en þar sem hann játaði brotið fékk hann tíu ára dóm. Maðurinn sem grunaður er um að brjóta gegn konunni fyrr þetta sama kvöld heitir Calderon Nunez. Hann er í fangelsi þar sem hann bíður réttarhalda í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks