Sameinuðu þjóðirnar greindu frá þessu nú í nótt.
Búist er við því að ísraelski herinn hefji landhernað á svæðinu á næsta sólarhring. Þar af leiðandi eru óbreyttir borgarar hvattir til að leita skjóls.
Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt Ísraelsmenn til að endurskoða þessar áætlanir sínar enda sé ómögulegt fyrir rúmlega eina milljón íbúa að flýja án skelfilegra afleiðinga.
Að sögn BBC eru Ísraelsmenn ósáttir við þessa yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna enda séu þeir að reyna að takmarka áhrifin á óbreytta íbúa með því að hvetja þá til að leita skjóls.
Segir Gilad Erdan, sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, að um langt skeið hafi Sameinuðu þjóðirnar lokað augunum fyrir vopnavæðingu Hamas-samtakanna. Staðreyndin séu sú að liðsmenn samtakanna feli sig á meðal óbreyttra borgara.
„Í stað þess að standa með Ísraelsríki, hvers þegnum var slátrað af hryðjuverkamönnum Hamas-samtakanna, þá prédika Sameinuðu þjóðirnar yfir Ísrael,“ segir Erdan.
Hamas-samtökin hafa hvatt íbúa á Gaza til að fylgja ekki fyrirmælum Ísraelsmanna og halda sig á sínum stað.