Wayne Rooney er að taka við þjálfun Birmingham en þetta hefur lengi legið í loftinu. Rooney sagði upp störfum hjá DC United í Bandaríkjunum um helgina.
Rooney kemst þá nær fjölskyldu sinni sem búið hefur í Manchester á meðan hann hefur verið í Bandaríkjunum.
Ensk blöð segja að Rooney eigi sér þann draum að fá Amad Diallo á láni frá Manchester United í janúar. Kantmaðurinn frá Fílabeinsströndinni er meiddur þessa dagana.
Amad Diallo var á láni hjá Sunderland í næst efstu deild á síðustu leiktíð og var frábær þar.
„Ég veit vel að mörg félög hafa áhuga á honum,“ segir Rooney á síðasta ári þegar hann reyndi að fá Diallo til DC United.
„Hann er leikmaður sem ég er mjög hrifin af,“ sagði Rooney þá og segja ensk blöð að hann vilji nú fá Diallo á láni í janúar.