fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Skora á Lilju að verja sæmd Muggs með því að stöðva Hugin Þór

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. október 2023 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, er með ástsælli barnabókum þjóðarinnar. Hann var á ferðalagi þegar honum datt í hug að gera eitthvað fallegt handa systurdóttur sinni, Helgu, en hún var alltaf kölluð Dimmalimm. Úr varð lítil en falleg bók sem Muggur bæði skrifaði og myndskreytti.

Helga var þriggja ára þegar hún fékk bókina en aðeins tveimur árum síðar lét Muggur lífið. Þegar Helga var fullorðin, á stríðsárunum, var hún hvött til að leyfa fleirum að njóta bókarinnar með því að gefa hana út. Helga varð við því og ekki leið á löngu áður en Íslendingar féllu kylliflatir fyrir prinsessunni Dimmalimm. Segir í Alþýðublaðinu í mars árið 1943:

„Þessi litla bók er gull – leikfang, fyrir litlu börnin, ekki aðeins ævintýrið sjálft, sem alltaf er nýtt, þó að það sé gamalt. Bókin er full af fegurð og hún setur hugmyndaflug litlu barnanna af stað og þau sjá miklu fleiri myndir en bókin sjálf hefur að geyma. Þannig eiga myndaæfintýri[sic] að vera. Þetta tókst Guðmundi Thorsteinsson að gera úr þessu litla dásamlega ævintýri, sem gerir okkur fullorðna fólkið alltaf að börnum, þegar við lesum það.“

Skömmu síðar sagði í sama blaði: „Hún er gimsteinn, þessi litla bók, svo hrein og tær er hún í einfaldleika sínum og látleysi. Hún er ofin af tveimur aðalþáttum: næmum skilningi á hugsunum barnsins, og fíngerðum og listrænum fegurðarsmekk.“

Útgáfufélagið Óðinsauga ætlar á næstunni að gefa út bókina í nýrri útgáfu. Þessum áformum hafa ættingjar Muggs harðlega mótmælt og segja það ósiðlegt að gefa bókina út í nafni Muggs þar sem útgáfan hafi skipt myndum hans út.

Sonur Helgu, raunverulegu Dimmalimmar, mótmælti útgáfunni í færslu á Facebook í lok síðasta mánaðar og birti bréf sem fjölskyldan sendi Óðinsauga. Þar sagðist fjölskyldan líta svo á að sæmdarréttur Muggs bæri brotinn með útgáfunni, en sæmdarréttur ólíkt höfundarrétti fellur ekki úr vernd.

Um sé að ræða fyrstu íslensku myndasöguna og þar með sé ófært að rjúfa textann frá myndunum því listaverkið felist í samsetningunni. Fjölskyldan bendir á, eins og sést í tilvitnuðum texta úr Alþýðublaðinu hér að ofan, að bókin hafi fengið einróma lof einmitt fyrir samsetningu mynda og texta. Með því að skrá Mugg sem höfund nýju útgáfunnar megi jafnvel halda því fram að um fölsun á listaverki sé að ræða.

Nú hefur Rithöfundasamband Íslands stigið inn í málið og biðla til Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, að beita sér gegn útgáfunni. Segir í bréfi sem sambandið sendi Lilju:

„Í tilefni af endurútgáfu á bók Guðmundar Thorsteinssonar, Muggs, um Dimmalimm, vill stjórn Rithöfundasambands Íslands taka eftirfarandi fram:

Samkvæmt höfundalögum gilda tiltekin ákvæði sæmdarréttar um bókmenntaverk eða listaverk þó höfundarréttur sé að öðru leyti fallinn niður. Nánar tiltekið er óheimilt að breyta verki höfundar með þeim hætti að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. Ráðherra er falið vald til að grípa inn í slík mál með vísan til almennrar menningarverndar. Rithöfundasambandið hvetur ráðherra menningarmála til að taka til skoðunar hvort efni séu til að beita því ákvæði í þessu tilviki, enda er með útgáfunni ráðist í verulegar breytingar á lykilverki í íslenskri menningarsögu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur